Lýsir yfir stuðningi við Bashar: „Ætlum við aldrei að læra neitt?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2024 08:56 Myndband Þrastar hefur vakið athygli. Tæplega tíu þúsund áhorf eru á því. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þröstur Leó Gunnarsson leikari fór hörðum orðum um þátttöku Íslands í Eurovision í ljósi átakanna á Gasa í stuðningsyfirlýsingu við Palestínumanninn Bashar Murad, sem hann birti á TikTok reikningi dóttur sinnar í gærkvöldi. Lokakvöld Söngvakeppni RÚV fer fram í kvöld. Samkvæmt vef EurovisionWorld er Palestínumanninum Bashar Murad spáð sigri með laginu Wild West. Þá er Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt vefnum. Miklar umræður hafa skapast vegna þátttöku Íslands í Eurovision meðan Ísrael fær að taka þátt. Hafa einhverjir heitið sniðgöngu en aðrir sagst ætla að fylgjast með Söngvakeppninni sem stuðningur við Bashar. Gagnrýnir aðgerðaleysi Þröstur Leó gagnrýndi þátttöku Íslands í keppninni í ljósi fjöldamorðanna sem nú fara fram á Gasa af völdum Ísraelshers. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Bashar, og sagðist ætla að styðja hann heils hugar þrátt fyrir að hann myndi ekki fylgjast með keppninni. „Ég get orðið svo ógeðslega reiður yfir öllu þessu rugli sem er í gangi. Það er verið að murka lífið úr konum, börnum og mönnum þarna úti í Palestínu,“ segir hann í upphafi. „Og við erum að fara að keppa í einhverri söngvakeppni, Eurovision söngvakeppni, þar sem Ísraelsmönnum er leyft að taka þátt bara eins og ekkert sé. Bara hæ,“ segir hann með hæðnistón í röddinni. „Og þetta er ömurlegt. Þetta er bara fáránlegt að þetta skuli geta skeð 2024. Ég veit ekki hvað, ætlum við aldrei að læra neitt? Og ætlum við bara að leyfa þetta? Við erum ekki einu sinni að sækja þetta fólk sem er með landvistarleyfi hérna á landinu.“ „Ætla að styðja hann þúsund prósent“ Þá segist hann hafa ákveðið að hann ætli ekki að fylgjast með keppninni, sem hann lýsir sem rugli. „En ég ætla hins vegar að styðja hann Bashar Murad. Já, ég ætla að gera það og það er mín sannfæring. Ég ætla að styðja hann margoft og ég ætla að styðja hann þúsund prósent,“ segir Þröstur. „En hugsið bara aðeins málið. Hugsið bara aðeins í hvaða stöðu þetta fólk er. Og eigum við að láta þetta bara viðgangast eins og bara, allt í gúddí? Nei,“ segir hann í lokin. Myndbandið má sjá hér að neðan. @worlds.most.punk.rockmom #palestine #fyp original sound Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Lokakvöld Söngvakeppni RÚV fer fram í kvöld. Samkvæmt vef EurovisionWorld er Palestínumanninum Bashar Murad spáð sigri með laginu Wild West. Þá er Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt vefnum. Miklar umræður hafa skapast vegna þátttöku Íslands í Eurovision meðan Ísrael fær að taka þátt. Hafa einhverjir heitið sniðgöngu en aðrir sagst ætla að fylgjast með Söngvakeppninni sem stuðningur við Bashar. Gagnrýnir aðgerðaleysi Þröstur Leó gagnrýndi þátttöku Íslands í keppninni í ljósi fjöldamorðanna sem nú fara fram á Gasa af völdum Ísraelshers. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Bashar, og sagðist ætla að styðja hann heils hugar þrátt fyrir að hann myndi ekki fylgjast með keppninni. „Ég get orðið svo ógeðslega reiður yfir öllu þessu rugli sem er í gangi. Það er verið að murka lífið úr konum, börnum og mönnum þarna úti í Palestínu,“ segir hann í upphafi. „Og við erum að fara að keppa í einhverri söngvakeppni, Eurovision söngvakeppni, þar sem Ísraelsmönnum er leyft að taka þátt bara eins og ekkert sé. Bara hæ,“ segir hann með hæðnistón í röddinni. „Og þetta er ömurlegt. Þetta er bara fáránlegt að þetta skuli geta skeð 2024. Ég veit ekki hvað, ætlum við aldrei að læra neitt? Og ætlum við bara að leyfa þetta? Við erum ekki einu sinni að sækja þetta fólk sem er með landvistarleyfi hérna á landinu.“ „Ætla að styðja hann þúsund prósent“ Þá segist hann hafa ákveðið að hann ætli ekki að fylgjast með keppninni, sem hann lýsir sem rugli. „En ég ætla hins vegar að styðja hann Bashar Murad. Já, ég ætla að gera það og það er mín sannfæring. Ég ætla að styðja hann margoft og ég ætla að styðja hann þúsund prósent,“ segir Þröstur. „En hugsið bara aðeins málið. Hugsið bara aðeins í hvaða stöðu þetta fólk er. Og eigum við að láta þetta bara viðgangast eins og bara, allt í gúddí? Nei,“ segir hann í lokin. Myndbandið má sjá hér að neðan. @worlds.most.punk.rockmom #palestine #fyp original sound
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38
Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent