Erlent

Eitursölumaður talinn tengjast 130 sjálfs­vígum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leonid Zakutenko er talinn hafa selt hundruð manna eitrið.
Leonid Zakutenko er talinn hafa selt hundruð manna eitrið. Breska ríkissjónvarpið

Hinn úkraínski Leonid Zakutenko er talinn hafa selt yfir 130 manns eitur sem fólkið notaði síðan til að svipta sig lífi. Hann er talinn hafa selt eitrið í mörg ár.

Zakutenko er búsettur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og hefur selt eitrið þaðan. BBC greinir frá því að hann hafi auglýst efnið á vefsíðu sem hvetur til sjálfsvígs og að hann hafi sagt við flugublaðamann (e. undercover reporter) að hann sendi fimm svoleiðis pakka til Bretlands í hverri viku. BBC hefur ákveðið að gefa ekki út hvert eiturefnið er.

Náðu honum fyrir utan pósthúsið

Blaðamenn BBC gengu á Zakutenko og spurðu hann um málið en hann neitaði öllu. Blaðamennirnir höfðu uppi á honum með því að rekja sendingu frá honum og var hann gómaður fyrir utan pósthús þar sem hann var að senda fleiri pakka.

Efnið er löglegt í Bretlandi en einungis fyrirtæki með leyfi til þess að nota það mega kaupa það. Innflytjendur efnisins mega ekki selja það nema þeir séu búnir að afla sér gagna um þá sem eru að kaupa það og í hvað þeir ætla sér að nota það. 

Fleiri gert slíkt hið sama

Zakutenko er ekki einu eitursölumaðurinn sem Bretar hafa kljást við. Kanadíski kokkurinn Kenneth Law hefur verið ákærður fyrir fjórtán morð fyrir að selja sama efni. Hann er talinn hafa selt það til yfir tólfhundruð einstaklinga um allan heim og er talinn tengjast 93 sjálfsvígum í Bretlandi. 

Systir tvíburasystranna Linda og Sarah Kite, sem sviptu sig lífi eftir að hafa pantað eitrið hjá Zakutenko, lýsir honum sem fyrirlitlegum og illri manneskju. Hún segir systur sínar hafa verið klárar, umhyggjusamar og mælskar. Það væri mikil skömm fyrir stjórnvöld í Bretlandi að gera ekkert í því að stöðva það að fólk geti nálgast eitrið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×