Innlent

Kalt vatn flæðir inn í kjallara og bíl­skúr

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kalt vatn hefur fundið sér leið inn í kjallara í Hlíðunum.
Kalt vatn hefur fundið sér leið inn í kjallara í Hlíðunum. Vísir

Kalt vatn sem lekur úr vatnslögn í Hlíðunum hefur fundið sér leið inn í að minnsta kosti tvo kjallara og einn bílskúr. Þetta staðfestir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Búið er að skrúfa fyrir kalda vatnið en enn flæðir talsvert vatn um göturnar. Slökkviliðið stendur að því að leiða vatnið í burtu frá mannvirkjum og að dæla vatni úr fyrrnefndum kjöllurum og bílskúrum.

„Við erum enn þá þarna á staðnum. Það þurfti að dæla úr görðunum líka til að leki ekki meira inn. Við erum að bíða eftir að verktaki á vegum orkuveitunum komi og taki við þessu verkefni,“ segir Bjarni.

Aðspurður segist hann ekki hafa hugmynd um tjón. Hann segir slökkviliðið munu verða á vettvangi í hálftíma í viðbót að minnsta kosti.

Á vettvangi er slökkviliðsbíll með dælu að reyna að afstýra frekari vatnsskemmdum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×