Innlent

„Það er allt á floti þarna“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vatn flæðir og viðbragðsaðilar eru á vettvangi.
Vatn flæðir og viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Vísir

Kaldavatnslögn rofnaði við hringtorg við Hlíðaskóla á Lönguhlíð og hefur talsvert magn vatns flætt yfir götuna.

Vakthafandi hjá slökkviliðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Á vettvangi er slökkviliðsbíll með dælu, sjúkrabíll og bíll frá Veitum samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti.

„Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus,“ kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“

„Það flæðir þarna vatn. Það er ansi stór vatnslögn þarna og talsvert mikið vatn sem flæðir þarna upp að miðju hringtorginu, það er allt á floti þarna.“ segir vakthafandi hjá slökkviliðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×