Stjórnarsamstarfi slitið í Fjarðabyggð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 21:55 Stjórnarsamstarfið hefur staðið frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Ákvörðunin hafi komið í kjölfar þess trúnaðarbrests sem kom fram á bæjarstjórnarfundi 27. febrúar síðastliðinn þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. „Mikil vonbrigði“ „Hefur vinna við þær breytingar staðið frá því í október 2023 innan starfshóps sem bæjarstjórn skipaði þá. Í þeim starfshóp var haft í forgrunni að ná þverpólitískri sátt um tillögur hópsins sem höfðu það að markmiði að efla og styrkja umhverfi fræðslumála í Fjarðabyggð til framtíðar litið,“ skrifar Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð í tilkynninguna. Þar kemur einnig fram að góð samstaða og samstarf hafi verið í störfum hópsins og oddvitar bæjarstjórnarflokkanna hafi setið í hópnum. Niðurstöður hópsins hafi verið kynntar bæjarfulltrúum líkt og stjórnendum skólanna í Fjarðabyggð áður en tillaga byggð á niðurstöðunum var afgreidd. „Það voru því mikil vonbrigði þegar bæjarfulltrúi Fjarðalistans tók þá ákvörðun að styðja ekki málið á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi og um leið lýsa vantrausti á alla vinnu hópsins og þá um leið alla þá sem að þeirri vinnu hafa komið frá því að hann hóf störf,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þess þá hefur Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tekið áðurnefnda ákvörðun og hefur tilkynnt oddvita Fjarðalistans um hana. Jafnframt hafa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð ákveðið að taka samtal á morgun um stöðu mála í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.“ Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð hefur slitið meirihlutasamstarfi sínu við Fjarðalistann sem staðið hefur frá kosningum 2022. Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð greinir frá þessu á síðu sinni á Facebook. Ákvörðunin hafi komið í kjölfar þess trúnaðarbrests sem kom fram á bæjarstjórnarfundi 27. febrúar síðastliðinn þegar lögð var fram tillaga um breytingar í skólamálum. Þá greiddi einn bæjarfulltrúi Fjarðarlistans, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, atkvæði gegn tillögunni og sagði tillöguna ekki styrkja skólastarf í bæjarfélaginu. Tillagan sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama átti við um leikskóla sveitarfélagsins. „Mikil vonbrigði“ „Hefur vinna við þær breytingar staðið frá því í október 2023 innan starfshóps sem bæjarstjórn skipaði þá. Í þeim starfshóp var haft í forgrunni að ná þverpólitískri sátt um tillögur hópsins sem höfðu það að markmiði að efla og styrkja umhverfi fræðslumála í Fjarðabyggð til framtíðar litið,“ skrifar Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð í tilkynninguna. Þar kemur einnig fram að góð samstaða og samstarf hafi verið í störfum hópsins og oddvitar bæjarstjórnarflokkanna hafi setið í hópnum. Niðurstöður hópsins hafi verið kynntar bæjarfulltrúum líkt og stjórnendum skólanna í Fjarðabyggð áður en tillaga byggð á niðurstöðunum var afgreidd. „Það voru því mikil vonbrigði þegar bæjarfulltrúi Fjarðalistans tók þá ákvörðun að styðja ekki málið á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi og um leið lýsa vantrausti á alla vinnu hópsins og þá um leið alla þá sem að þeirri vinnu hafa komið frá því að hann hóf störf,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi þess þá hefur Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tekið áðurnefnda ákvörðun og hefur tilkynnt oddvita Fjarðalistans um hana. Jafnframt hafa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð ákveðið að taka samtal á morgun um stöðu mála í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.“
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins. 29. febrúar 2024 17:48