Lífið

Hairy Bikers-stjarna látin

Atli Ísleifsson skrifar
Dave Myers varð 66 ára gamall.
Dave Myers varð 66 ára gamall. AP

Breski sjónvarpsmaðurinn Dave Myers, sem þekktastur er fyrir að vera annar hluti tvíeykisins Loðnu bifhjólamennirnir, eða Hairy Bikers, er látinn. Hann lést af völdum krabbameins, 66 ára gamall.

Si King, sem saman með Myers myndaði tvíeykið Hairy Bikers, greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlinum X. Segir King að Myers hafi andast í faðmi eiginkonunnar Lily og fjölskyldu á heimili sínu í gærkvöldi.

Myers og King höfðu um árabil staðið fyrir matreiðslu- og ferðaþáttunum Hairy Bikers sem sýndir hafa verið bæði á rásum breska ríkissjónvarpsins og Good Food-rásinni.

Um tvö ár eru síðan Myers greindi frá því í hlaðvarpinu Hairy Bikers – Agony Uncles að hann hafi greinst með krabbamein

„Ég mun sakna hans alla daga, tengslin og vinskapinn sem við deildum hálfan mannsaldur,“ skrifar King.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×