Fótbolti

Loka æfingu til að fá leik­menn fái frið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason í leik með FC Midtjylland. Hann var fyrirliði liðsins í síðasta leik.
Sverrir Ingi Ingason í leik með FC Midtjylland. Hann var fyrirliði liðsins í síðasta leik. Getty/Lars Ronbog

Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans í danska fótboltafélaginu FC Midtjylland æfa fyrir luktum dyrum í dag til að leikmenn og þjálfarateymið fái frið eftir erfiða sólarhringa.

Midtjylland sagði frá því í gær að sænski landsliðsmaðurinn Kristoffer Olsson liggi í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hafa misst meðvitund á heimili sinu 20. febrúar síðastliðinn.

Leikmenn Midtjylland fréttu hins vegar af veikindum Olsson á föstudaginn var. Þessar fréttir höfðu mikil áhrif á alla í félaginu.

„Allir hjá Midtjylland eru slegnir vegna stöðunnar á Kristoffer og þess vegna er æfing liðsins í dag lokuð fyrir bæði fjölmiðlum og áhorfendum,“ skrifar Midtjylland á samfélagsmiðlinum X.

Olsson greindist með bráðasjúkdóm í heila. Hann ekki tilkominn vegna sjálfsskaða eða utanaðkomandi ástæðna. Sérfræðingar leita nú allra leiða til að lækna hann .

Olsson er sænskur landsliðsmaður og einn besti leikmaður danska liðsins. Hann er 28 ára gamall og átti mikinn þátt í því að Midtjylland var á toppnum í vetrarfríinu.

Hann hefur spilað 47 landsleiki fyrir Svía og líka með liðum AIK Stockholm, Krasnodar og Anderlecht. Hann spilaði síðast landsleik í nóvember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×