Frjósemi nær sögulegum lægðum í Japan og Suður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 08:33 Sífellt færri pör í Japan og Suður-Kóreu velja að eignast börn, aðallega vegna kostnaðar og ástandsins á vinnumarkaði. Getty/Chung Sung-Jun Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899. Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir. Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir.
Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira