Ákærður fyrir að hafa hafið skothríð á þyrlu á Grænlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2024 17:17 Narsaq er bæjarfélag á Suður-Grænlandi. Getty/Martin Zwick Lögreglan á Grænlandi tilkynnti í dag að ákæra hafi verið lögð fram á hendur 21 árs manns fyrir að gera tilraun til að ráða fjórtán manns bana þann 22. mars síðasta árs. Maðurinn hóf skothríð í bænum Narsaq sunnarlega á Grænlandi og skaut meðal annars á þyrlu sem var við það að lenda. Samkvæmt umfjöllun Sermitsiaq.AG sem hefur aðgang að ákærugögnum fer ákæruvaldið fram á að maðurinn verði lagður inn á danskt geðveikrahæli í Danmörku og það ótímabundið. Ákæran sjálf er í tuttugu og átta liðum og þar á meðal fjórtán tilraunir til manndráps. Meðal ákæruliðanna er einnig stuldur á vopninu sem notað var til árásanna af bát í Narsaq-höfn. Riffillinn stolni var hálfsjálfvirkur og af gerðinni Savage 17 HMR. Hinn ákærði hafði einnig, samkvæmt gögnum Sermitsiaq.AG, ráðist gegn og hótað manneskju í Narsaq tveimur dögum áður en árásin átti sér stað og sagst skulu sækja riffil. Tveir urðu fyrir skoti í árasinni og þrír hlutu minniháttar áverka. Narsaq er í sveitarfélaginu Kujalleq og eru íbúar þess um fimmtánhundruð talsins. Grænland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimm særðir eftir skotárás manns á Grænlandi Fimm eru særðir eftir að maður hóf skotárás við þyrluflugvöllinn í Narsaq á suðvesturströnd Grænlands í gær. 23. mars 2023 07:51 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Maðurinn hóf skothríð í bænum Narsaq sunnarlega á Grænlandi og skaut meðal annars á þyrlu sem var við það að lenda. Samkvæmt umfjöllun Sermitsiaq.AG sem hefur aðgang að ákærugögnum fer ákæruvaldið fram á að maðurinn verði lagður inn á danskt geðveikrahæli í Danmörku og það ótímabundið. Ákæran sjálf er í tuttugu og átta liðum og þar á meðal fjórtán tilraunir til manndráps. Meðal ákæruliðanna er einnig stuldur á vopninu sem notað var til árásanna af bát í Narsaq-höfn. Riffillinn stolni var hálfsjálfvirkur og af gerðinni Savage 17 HMR. Hinn ákærði hafði einnig, samkvæmt gögnum Sermitsiaq.AG, ráðist gegn og hótað manneskju í Narsaq tveimur dögum áður en árásin átti sér stað og sagst skulu sækja riffil. Tveir urðu fyrir skoti í árasinni og þrír hlutu minniháttar áverka. Narsaq er í sveitarfélaginu Kujalleq og eru íbúar þess um fimmtánhundruð talsins.
Grænland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimm særðir eftir skotárás manns á Grænlandi Fimm eru særðir eftir að maður hóf skotárás við þyrluflugvöllinn í Narsaq á suðvesturströnd Grænlands í gær. 23. mars 2023 07:51 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Fimm særðir eftir skotárás manns á Grænlandi Fimm eru særðir eftir að maður hóf skotárás við þyrluflugvöllinn í Narsaq á suðvesturströnd Grænlands í gær. 23. mars 2023 07:51