Liverpool þurfi kraftaverk eftir nýjustu tíðindi af meiðslalistanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 17:46 Meiðslalisti Liverpool er orðinn ansi langur. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ef á að nást að stroka einhver nöfn út af meiðslalistanum fyrir leik liðsins gegn Southampton í ensku bikarkeppninni annað kvöld. Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“ Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“
Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira