Innlent

Víðir kominn aftur úr veikinda­leyfi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Víðir fór í um tveggja vikna veikindaleyfi. 
Víðir fór í um tveggja vikna veikindaleyfi.  Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá almannavörnum, er kominn aftur úr veikindaleyfi. Víðir fór í veikindaleyfi þann 10. febrúar. Hann var viðstaddur íbúafund í Laugardalshöll í gær um málefni Grindvíkinga.

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna sinnir hann verkefnum eftir þörfum og einblínir á það að hugsa vel um sig. Fari að gjósa næstu daga muni hann sinna því verkefni með almannavörnum.

Víðir á íbúafundi í gær. Með honum á myndinni er Kristín Jónsdóttir hópstjóri hjá Veðurstofunni. Vísir/Einar

Þegar hann fór í veikindaleyfi sagði Hjördís að ekki væri vitað hversu lengi hann þyrfti að vera frá og vísað til þess að mikið álag hefði verið á honum, og öðrum starfsmönnum almannavarna, allt frá heimsfaraldri Covid.

Á meðan Víðir var í leyfi skiptu starfsmenn almannavarna með sér verkefnum hans. Ekki náðist í Víði sjálfan. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×