Lífið

Öllu tjaldað til í skírnar­veislu Tinnu Alavis og Húsafellserfingjans

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Drengurinn klæddist handprjónuðum skírnarkjól.
Drengurinn klæddist handprjónuðum skírnarkjól. Tinna Alavis

Áhrifavaldurinn og fegurðardísin Tinna Alavis og Húsafellserfinginn Unnar Bergþórsson skírðu son sinn við fallega athöfn í Húsafelli um helgina. Drengnum var gefið nafnið Arnar Máni.

„Arnar Máni okkar fékk nafnið sitt í dag. Yndislegur dagur í faðmi fjölskyldunnar hérna í Húsafelli þar sem Ísabella okkar hélt á bróður sínum undir skírn og söng fallegt lag til hans í kirkjunni,“ skrifar Tinna og birti fallegar myndir frá deginum á Instagram.

Drengurinn kom í heiminn í lok október. Fyrir á parið dótturina Ísabellu Birtu sem hélt á bróður sínum undir skírn og söng lag til hans í athöfninni. 


Tengdar fréttir

Tinna Alavis eignaðist dreng

Áhrifavaldurinn og fegurðardísin Tinna Alavis hefur eignast dreng. Hún deildi gleðifregunum á samfélagsmiðlum í gær með fallegri mynd af syninum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×