Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2024 11:42 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari heldur um fjölmarga þræði kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum. Vísir/Vilhelm Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Eflingar komu saman til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður andi í viðræðunum og samningsaðilar nánast í daglegu sambandi við stjórnvöld. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sitja enn við samnigaborið með Samtökum atvinnulífsins.Stöð 2/Einar Almennt hefur verið stefnt að hóflegum launahækkunum á næstu fjórum árum en að stjórnvöld komi ríkulega að samningum með eflingu tilfærslukerfanna svo kölluðu, svo sem með auknum framlögum til barna- og vaxtabóta og endurbótum á húsnæðiskerfinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM hafa setið við í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Það flækir nokkuð stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sagði sig frá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins á föstudag vegna ágreinings um forsendur samninga hvað varðar þróun vaxta. Fulltrúar þeirra hafa ekki sést í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir það. Hins vegar eru fulltrúar opinberu félaganna, BSRB, BHM og KÍ í Karphúsinu ásamt talsmanni Fagfélaganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningar almennt langt komnir og fer að líða að því að einhver heildarmynd verði lögð fyrir stjórnvöld. Það gæti gerst um eða upp úr miðri þessari viku og stjórnvöld sýni þá á spilin. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars. Fjórir fulltrúar nefndarinnar komust að þessari niðurstöðu en fimmti nefndarmaðurinn. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi lækka vextina um 0,25 prósentur. Ragnar Þór Ingólfsson dró VR út úr breiðfylkingunni á föstudag vegna deilna við SA um forsenduákvæði samninga.Stöð 2/Arnar Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að hann hefði talið að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti. Margt bendir til að Gunnar hafi rétt fyrir sér. Þannig spáir hagfræðideild Landsbankans því að tólf mánaða verðbólga verði 6,1 prósent í febrúar og lækki þannig um 0,6 prósentustig frá fyrra mánuði. Forsendur allra kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum sem nú er verið að semja um miða að því að verðbólga minnki og vextir lækki. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Atvinnurekendur Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Eflingar komu saman til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun eftir stíf fundarhöld undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu er góður andi í viðræðunum og samningsaðilar nánast í daglegu sambandi við stjórnvöld. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sitja enn við samnigaborið með Samtökum atvinnulífsins.Stöð 2/Einar Almennt hefur verið stefnt að hóflegum launahækkunum á næstu fjórum árum en að stjórnvöld komi ríkulega að samningum með eflingu tilfærslukerfanna svo kölluðu, svo sem með auknum framlögum til barna- og vaxtabóta og endurbótum á húsnæðiskerfinu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM hafa setið við í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Það flækir nokkuð stöðuna að VR og Landssamband verslunarmanna sagði sig frá breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins á föstudag vegna ágreinings um forsendur samninga hvað varðar þróun vaxta. Fulltrúar þeirra hafa ekki sést í húsakynnum ríkissáttasemjara eftir það. Hins vegar eru fulltrúar opinberu félaganna, BSRB, BHM og KÍ í Karphúsinu ásamt talsmanni Fagfélaganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningar almennt langt komnir og fer að líða að því að einhver heildarmynd verði lögð fyrir stjórnvöld. Það gæti gerst um eða upp úr miðri þessari viku og stjórnvöld sýni þá á spilin. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars. Fjórir fulltrúar nefndarinnar komust að þessari niðurstöðu en fimmti nefndarmaðurinn. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, vildi lækka vextina um 0,25 prósentur. Ragnar Þór Ingólfsson dró VR út úr breiðfylkingunni á föstudag vegna deilna við SA um forsenduákvæði samninga.Stöð 2/Arnar Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að hann hefði talið að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti. Margt bendir til að Gunnar hafi rétt fyrir sér. Þannig spáir hagfræðideild Landsbankans því að tólf mánaða verðbólga verði 6,1 prósent í febrúar og lækki þannig um 0,6 prósentustig frá fyrra mánuði. Forsendur allra kjarasamninga á almenna- og opinbera markaðnum sem nú er verið að semja um miða að því að verðbólga minnki og vextir lækki.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Atvinnurekendur Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15
Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21. febrúar 2024 23:11
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45