Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 21. febrúar 2024 23:11 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir/Arnar Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hófust á ný í dag, eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundi þeirra lauk á niðurstöðu á fimmta tímanum í dag en aftur verður fundað á morgun. Á meðan þær viðræður hafa verið á ís hafa Fagfélögin, sem samanstanda af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, fundað með SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandins, fór yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Viðræður hafa gengið þannig að við höfum átt nokkra fundi í vikunni, funduðum í gær og á mánudag og síðan eru vinnufundir í gangi. Það er fundur á aftur á morgun. Þetta hefur gengið frekar hægt en samtalið hefur verið í gangi, sem er auðvitað mikilvægt til að koma þessu áfram,“ segir Kristján Þórður. Mjakast áfram Kristján Þórður segir að viðræðurnar hafi mjakast áfram en Fagfélögin hefði viljað hafa hraðari gang á þeim. Á föstudag verði fundað með stórum samninganefndum og staðan verði tekin á þeim tímapunkti. Setja pressu á Samtök atvinnulífsins Kristján Þórður segir að Fagfélögin vilji fara að sjá til lands í viðræðunum. „Við vonumst til þess að það verði komið á föstudaginn og ef það gerist ekki þá þurfum við bara að fara að meta þá stöðu sem er í viðræðunum.“ Ef SA kemur ekki með neitt að borðinu á föstudaginn, sjáum við þá fram á aðgerðir? „Ef málin fara ekki að hreyfast, þá já. Þá er það væntanlega skrefið í kjölfarið. Við auðvitað höldum í vonina að samtalið skili okkur eitthvað áfram. En ef það gerist ekki þá þurfum við að beita meiri þrýstingi.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira
Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hófust á ný í dag, eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundi þeirra lauk á niðurstöðu á fimmta tímanum í dag en aftur verður fundað á morgun. Á meðan þær viðræður hafa verið á ís hafa Fagfélögin, sem samanstanda af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, fundað með SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandins, fór yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Viðræður hafa gengið þannig að við höfum átt nokkra fundi í vikunni, funduðum í gær og á mánudag og síðan eru vinnufundir í gangi. Það er fundur á aftur á morgun. Þetta hefur gengið frekar hægt en samtalið hefur verið í gangi, sem er auðvitað mikilvægt til að koma þessu áfram,“ segir Kristján Þórður. Mjakast áfram Kristján Þórður segir að viðræðurnar hafi mjakast áfram en Fagfélögin hefði viljað hafa hraðari gang á þeim. Á föstudag verði fundað með stórum samninganefndum og staðan verði tekin á þeim tímapunkti. Setja pressu á Samtök atvinnulífsins Kristján Þórður segir að Fagfélögin vilji fara að sjá til lands í viðræðunum. „Við vonumst til þess að það verði komið á föstudaginn og ef það gerist ekki þá þurfum við bara að fara að meta þá stöðu sem er í viðræðunum.“ Ef SA kemur ekki með neitt að borðinu á föstudaginn, sjáum við þá fram á aðgerðir? „Ef málin fara ekki að hreyfast, þá já. Þá er það væntanlega skrefið í kjölfarið. Við auðvitað höldum í vonina að samtalið skili okkur eitthvað áfram. En ef það gerist ekki þá þurfum við að beita meiri þrýstingi.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira
Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15