Bannar Playstation tölvur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:01 Luciano Spalletti er ekki mikill aðdáandi Playstation tölva. Samsett/Getty Ítalski landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti er búinn að ákveða það að tölvuleikir trufli leikmenn landsliðsins í verkefnum þess. Spalletti hefur því ákveðið það að leikmenn megi ekki taka með sér PlayStation tölvur sínar í næsta landsliðsverkefni. Ítalska landsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar þar sem liðið er í riðli með Spáni, Króatíu og Albaníu. „Frá og með deginum í dag þá eiga leikmenn að skilja PlayStation tölvurnar sínar eftir heima því þeir mega ekki vera með þær þegar við hittumst,“ sagði Spalletti í viðtali við Gazzetta dello Sport. SPALLETTI PLAYSTATION "In Nazionale si sta sul pezzo, concentrati, non si cazzeggia. Ripeto lo slogan degli All Blacks, 'Niente teste di ca... qui" #Nazionale | #Spalletti | #Playstation pic.twitter.com/1oQxyTOVUY— Eurosport IT (@Eurosport_IT) February 24, 2024 Spalletti er þekktastur fyrir að vinna titilinn með Napoli síðasta vor. Hann hætti óvænt með liðið eftir tímabilið en Napoli hafði ekki unnið titilinn í 33 ár. Hinn 64 ára gamli þjálfari tók við ítalska landsliðinu þegar Roberto Mancini hætti óvænt í september. „Ég mun finna upp leik fyrir þá á kvöldin ef þeim leiðist. Ég læt þá líka fá heimavinnu ef að þeir ná ekki að klára sitt yfir daginn,“ sagði Spalletti. „Þegar þú ert með landsliðinu þá er enginn tími fyrir fíflagang. Við þurfum einbeitingu. Ég þarf að búa til landslið sem sættir sig við ekkert annað en að vinna. Ég vil vinna Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið,“ sagði Spalletti. Ítalska landsliðið hefur unnið þrjá af sex leikjum undir hans stjórn og tapað einum. Markatalan er 13-7 eða sex mörk í plús. Italia, Spalletti: "Per vincere gli Europei serve un branco di lupi. Playstation vietate"#Italia #Spalletti #Nazionale #SkySport https://t.co/O3czl69tRQ— skysport (@SkySport) February 24, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Spalletti hefur því ákveðið það að leikmenn megi ekki taka með sér PlayStation tölvur sínar í næsta landsliðsverkefni. Ítalska landsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar þar sem liðið er í riðli með Spáni, Króatíu og Albaníu. „Frá og með deginum í dag þá eiga leikmenn að skilja PlayStation tölvurnar sínar eftir heima því þeir mega ekki vera með þær þegar við hittumst,“ sagði Spalletti í viðtali við Gazzetta dello Sport. SPALLETTI PLAYSTATION "In Nazionale si sta sul pezzo, concentrati, non si cazzeggia. Ripeto lo slogan degli All Blacks, 'Niente teste di ca... qui" #Nazionale | #Spalletti | #Playstation pic.twitter.com/1oQxyTOVUY— Eurosport IT (@Eurosport_IT) February 24, 2024 Spalletti er þekktastur fyrir að vinna titilinn með Napoli síðasta vor. Hann hætti óvænt með liðið eftir tímabilið en Napoli hafði ekki unnið titilinn í 33 ár. Hinn 64 ára gamli þjálfari tók við ítalska landsliðinu þegar Roberto Mancini hætti óvænt í september. „Ég mun finna upp leik fyrir þá á kvöldin ef þeim leiðist. Ég læt þá líka fá heimavinnu ef að þeir ná ekki að klára sitt yfir daginn,“ sagði Spalletti. „Þegar þú ert með landsliðinu þá er enginn tími fyrir fíflagang. Við þurfum einbeitingu. Ég þarf að búa til landslið sem sættir sig við ekkert annað en að vinna. Ég vil vinna Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið,“ sagði Spalletti. Ítalska landsliðið hefur unnið þrjá af sex leikjum undir hans stjórn og tapað einum. Markatalan er 13-7 eða sex mörk í plús. Italia, Spalletti: "Per vincere gli Europei serve un branco di lupi. Playstation vietate"#Italia #Spalletti #Nazionale #SkySport https://t.co/O3czl69tRQ— skysport (@SkySport) February 24, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira