Innlent

Piltar taldir hafa verið að verki

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Laugardalslaug.
Frá Laugardalslaug. Vísir/vilhelm

Ekki er vitað hversu margir gerendur voru að verki þegar pilti var ógnað með hnífi við Laugardalslaug í gær. Tilkynnt var um atvikið um hálftíma eftir að það átti sér stað og talið er að aðrir piltar hafi verið að verki.

Þetta segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Enginn slasaðist og engar kærur liggja fyrir í málinu. 

Því sé þó alltaf tekið alvarlega þegar ógnandi tilburðir sem þessir eru viðhafðir. Atvikið hafi átt sér stað utandyra, við sundlaugina.


Tengdar fréttir

Atlaga með hníf í sundlaug til rannsóknar

Lögreglunni var í gær tilkynnt um einstaklinga sem veittust að öðrum manni með hníf í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Enginn slasaðist vegna málsins sem er nú í rannsókn hjá lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×