Innlent

Sprengi­sandur: Inn­rásin í Úkraínu, Grinda­vík og líf­eyris­mál

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra verður fyrstur. Hann ætlar meðal annars að ræða endurskoðun örorkulífeyriskerfisins, brýnt mál sem hefur beðið lengi. Hann ræðir líka innflytjendamál. Hvar stendur VG í þeim ólgusjó?

Þeir Pavel Bartoszek og Valur Gunnarsson ætla að skoða innrásina í Úkraínu tveimur árum eftir að hún hófst og ræða þjóðernispopúlismann sem siglir hraðbyri víða í Evrópu.

Þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson ætla að skiptast á skoðunum um aðgerðir stjórnvalda til handa Grindvíkingum.

Í lok þáttar mætir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, hagfræðingur, en rannsókn hennar á styttingu framhaldsskólans hefur vakið mikla athygli. Í henni leiðir hún líkum að því að sú breyting hafi verið heldur misheppnuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×