Stóðu í ströngu í óveðrinu sem skall skyndilega á Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Björgunarsveitir að störfum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Landsbjörg Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn hátt í níutíu bíla sem sátu fastir við Vatnshorn í Húnaþingi vestra í gærkvöldi. Mikið álag var á björgunarsveitum á nær öllu Norðurlandi vestra í gær í óveðri sem skall skyndilega á. Gular hríðarviðvaranir voru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra gærkvöldi og í nótt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni nú í morgun að veðrið hafi brostið á nokkuð skyndilega; meðalvindur hafi verið orðinn 22 metrar á sekúndu strax um kvöldmatarleytið. Snjókomunni var vel spáð segir EInar - en ekki vindinum á þeim slóðum þar sem mestu vandræðin urðu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir óveðrið hafa haft áhrif á ansi marga. Fyrst hafi fólk byrjað að lenda í vandræðum á Snæfellsnesi - en eins og áður segir var stærsta verkefnið við Vatnshorn í Húnaþingi vestra. „Þar sem um áttatíu, níutíu bílar voru komnir í vandræði, fyrst og fremst vegna þess að stór bíll þveraði veginn. Það var stærsta verkefnið. Og þegar því var að ljúka fóru að berast fregnir af fólki í vandræðum á Holtavörðuheiði, þannig að björgunarsveitir fóru úr Húnavatnssýslunum í það og björgunarsveitir úr Borgarfirðinum líka. Og svo endaði nóttin á Laxárdalsheiði, þar sem fólk lenti líka í vandræðum,“ segir Jón Þór. Staðið í ströngu á Fróðárheiði.Landsbjörg „Mér sýnist að heilt yfir hafi þetta verið um fimmtíu manns sem komu að þessum aðgerðum á einn eða annan hátt. Og fjöldi björgunartækja sem var notaður.“ Staðan var orðin svo slæm á Holtavörðuheiðinni að henni var lokað í gærkvöldi en svo opnuð á ný um níuleytið í morgun. Engar veðurviðvaranir eru lengur í gildi á landinu en Vegagerðin bendir vegfarendum á að mjög víða er vetrarfærð á vegum; snjóþekja, hálka og krapi. Fram kemur í frétt RÚV að fimmtíu veðurtepptir ferðalangar hafi safnast saman í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Haft er eftir stöðvarstjóra að margir hafi verið skelkaðir og fundið sér hótelgistingu í nótt. Aðstæður voru afar erfiðar eins og sést.Landsbjörg Veður Björgunarsveitir Húnaþing vestra Snæfellsbær Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Gular hríðarviðvaranir voru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra gærkvöldi og í nótt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni nú í morgun að veðrið hafi brostið á nokkuð skyndilega; meðalvindur hafi verið orðinn 22 metrar á sekúndu strax um kvöldmatarleytið. Snjókomunni var vel spáð segir EInar - en ekki vindinum á þeim slóðum þar sem mestu vandræðin urðu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir óveðrið hafa haft áhrif á ansi marga. Fyrst hafi fólk byrjað að lenda í vandræðum á Snæfellsnesi - en eins og áður segir var stærsta verkefnið við Vatnshorn í Húnaþingi vestra. „Þar sem um áttatíu, níutíu bílar voru komnir í vandræði, fyrst og fremst vegna þess að stór bíll þveraði veginn. Það var stærsta verkefnið. Og þegar því var að ljúka fóru að berast fregnir af fólki í vandræðum á Holtavörðuheiði, þannig að björgunarsveitir fóru úr Húnavatnssýslunum í það og björgunarsveitir úr Borgarfirðinum líka. Og svo endaði nóttin á Laxárdalsheiði, þar sem fólk lenti líka í vandræðum,“ segir Jón Þór. Staðið í ströngu á Fróðárheiði.Landsbjörg „Mér sýnist að heilt yfir hafi þetta verið um fimmtíu manns sem komu að þessum aðgerðum á einn eða annan hátt. Og fjöldi björgunartækja sem var notaður.“ Staðan var orðin svo slæm á Holtavörðuheiðinni að henni var lokað í gærkvöldi en svo opnuð á ný um níuleytið í morgun. Engar veðurviðvaranir eru lengur í gildi á landinu en Vegagerðin bendir vegfarendum á að mjög víða er vetrarfærð á vegum; snjóþekja, hálka og krapi. Fram kemur í frétt RÚV að fimmtíu veðurtepptir ferðalangar hafi safnast saman í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Haft er eftir stöðvarstjóra að margir hafi verið skelkaðir og fundið sér hótelgistingu í nótt. Aðstæður voru afar erfiðar eins og sést.Landsbjörg
Veður Björgunarsveitir Húnaþing vestra Snæfellsbær Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira