Stóðu í ströngu í óveðrinu sem skall skyndilega á Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Björgunarsveitir að störfum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Landsbjörg Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn hátt í níutíu bíla sem sátu fastir við Vatnshorn í Húnaþingi vestra í gærkvöldi. Mikið álag var á björgunarsveitum á nær öllu Norðurlandi vestra í gær í óveðri sem skall skyndilega á. Gular hríðarviðvaranir voru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra gærkvöldi og í nótt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni nú í morgun að veðrið hafi brostið á nokkuð skyndilega; meðalvindur hafi verið orðinn 22 metrar á sekúndu strax um kvöldmatarleytið. Snjókomunni var vel spáð segir EInar - en ekki vindinum á þeim slóðum þar sem mestu vandræðin urðu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir óveðrið hafa haft áhrif á ansi marga. Fyrst hafi fólk byrjað að lenda í vandræðum á Snæfellsnesi - en eins og áður segir var stærsta verkefnið við Vatnshorn í Húnaþingi vestra. „Þar sem um áttatíu, níutíu bílar voru komnir í vandræði, fyrst og fremst vegna þess að stór bíll þveraði veginn. Það var stærsta verkefnið. Og þegar því var að ljúka fóru að berast fregnir af fólki í vandræðum á Holtavörðuheiði, þannig að björgunarsveitir fóru úr Húnavatnssýslunum í það og björgunarsveitir úr Borgarfirðinum líka. Og svo endaði nóttin á Laxárdalsheiði, þar sem fólk lenti líka í vandræðum,“ segir Jón Þór. Staðið í ströngu á Fróðárheiði.Landsbjörg „Mér sýnist að heilt yfir hafi þetta verið um fimmtíu manns sem komu að þessum aðgerðum á einn eða annan hátt. Og fjöldi björgunartækja sem var notaður.“ Staðan var orðin svo slæm á Holtavörðuheiðinni að henni var lokað í gærkvöldi en svo opnuð á ný um níuleytið í morgun. Engar veðurviðvaranir eru lengur í gildi á landinu en Vegagerðin bendir vegfarendum á að mjög víða er vetrarfærð á vegum; snjóþekja, hálka og krapi. Fram kemur í frétt RÚV að fimmtíu veðurtepptir ferðalangar hafi safnast saman í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Haft er eftir stöðvarstjóra að margir hafi verið skelkaðir og fundið sér hótelgistingu í nótt. Aðstæður voru afar erfiðar eins og sést.Landsbjörg Veður Björgunarsveitir Húnaþing vestra Snæfellsbær Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Gular hríðarviðvaranir voru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra gærkvöldi og í nótt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni nú í morgun að veðrið hafi brostið á nokkuð skyndilega; meðalvindur hafi verið orðinn 22 metrar á sekúndu strax um kvöldmatarleytið. Snjókomunni var vel spáð segir EInar - en ekki vindinum á þeim slóðum þar sem mestu vandræðin urðu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir óveðrið hafa haft áhrif á ansi marga. Fyrst hafi fólk byrjað að lenda í vandræðum á Snæfellsnesi - en eins og áður segir var stærsta verkefnið við Vatnshorn í Húnaþingi vestra. „Þar sem um áttatíu, níutíu bílar voru komnir í vandræði, fyrst og fremst vegna þess að stór bíll þveraði veginn. Það var stærsta verkefnið. Og þegar því var að ljúka fóru að berast fregnir af fólki í vandræðum á Holtavörðuheiði, þannig að björgunarsveitir fóru úr Húnavatnssýslunum í það og björgunarsveitir úr Borgarfirðinum líka. Og svo endaði nóttin á Laxárdalsheiði, þar sem fólk lenti líka í vandræðum,“ segir Jón Þór. Staðið í ströngu á Fróðárheiði.Landsbjörg „Mér sýnist að heilt yfir hafi þetta verið um fimmtíu manns sem komu að þessum aðgerðum á einn eða annan hátt. Og fjöldi björgunartækja sem var notaður.“ Staðan var orðin svo slæm á Holtavörðuheiðinni að henni var lokað í gærkvöldi en svo opnuð á ný um níuleytið í morgun. Engar veðurviðvaranir eru lengur í gildi á landinu en Vegagerðin bendir vegfarendum á að mjög víða er vetrarfærð á vegum; snjóþekja, hálka og krapi. Fram kemur í frétt RÚV að fimmtíu veðurtepptir ferðalangar hafi safnast saman í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Haft er eftir stöðvarstjóra að margir hafi verið skelkaðir og fundið sér hótelgistingu í nótt. Aðstæður voru afar erfiðar eins og sést.Landsbjörg
Veður Björgunarsveitir Húnaþing vestra Snæfellsbær Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira