Fótbolti

Svein­dís Jane byrjar í endurkomunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila um að vera áfram í efstu deild Þjóðadeildar UEFA.
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila um að vera áfram í efstu deild Þjóðadeildar UEFA. Getty/Marcio Machado

Það er meiri sóknarbragur yfir byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en oft áður en liðið fyrir Serbíuleikinn hefur verið gert opinbert.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir fyrri leikinn á móti Serbíu í umspili um áframhaldandi veru í A-deild í undankeppni Evrópumótsins 2025.

Sveindís Jane Jónsdóttir snýr aftur inn í íslenska liðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla og hún er í þriggja manna framlínu ásamt þeim Diljá Ýr Zomers og Hlín Eiríksdóttur.

Þorsteinn velur líka Telmu Ívarsdóttur í markið yfir hina ungu Fanneyju Ingu Birkisdóttur sem sló í gegn í síðasta leik liðsins á móti Dönum. Telma missti af þeim leik vegna meiðsla.

Alexandra Jóhannsdóttir kemur inn á miðjuna og er þar með þeim Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur.

Í varnarlínunni eru Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir miðverðir og þær Guðrún Arnardóttir og Sædís Rún Heiðarsdótti bakverðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×