Fótbolti

Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eldurinn breiddist hratt út og enginn réð við neitt. Óttast er að allt að átján manns hafi farist í brunanum.
Eldurinn breiddist hratt út og enginn réð við neitt. Óttast er að allt að átján manns hafi farist í brunanum. Getty/Manuel Queimadelos Alonso

Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga.

Valencia sendi inn beiðni um frestun vegna stórbrunans í tveimur blokkum í borginni í gær.

Fjórir létust í brunanum og fjórtán er enn saknað.

Yfirmenn í spænsku deildinni hafa nú staðfest að þeir hafi samþykkt beiðni Valencia og leikurinn fer því ekki fram um helgina.

Leikur í B-deildinni á milli Levante og Andorra hefur einnig verið frestað en Levante liðið er frá Valencia.

Það verður líka mínútu þögn fyrir alla leiki í tveimur efstu deildum Spánar um helgina.

Valenica í er í áttunda sæti spænsku deildarinnar og er í harðri baráttu um Evrópusæti á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×