Fótbolti

Svilar hetjan þegar Roma komst á­fram eftir víta­spyrnu­keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hetja Rómverja varði tvær vítaspyrnur í kvöld.
Hetja Rómverja varði tvær vítaspyrnur í kvöld. David S.Bustamante/Getty Images

Rómverjar skriðu áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu þökk sé sigri á Feyenoord í vítaspyrnukeppni. Þá sparkaði Sparta Prag tyrkneska liðinu Galatasaray úr keppni með 4-1 sigri.

Roma og Feyenoord höfðu gert 1-1 jafntefli í Hollandi og því var allt undir í Róm í kvöld. Gestirnir komu betur stilltir inn í leikinn og kom Santiago Tomas Gimenez þeim yfir strax á fimmtu mínútu.

Lorenzo Pellegrini jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar og staðan orðin 1-1, líkt og í fyrri leiknum. Fleiri voru mörkin ekki í venjulegum leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Romelu Lukaku brenndi af fyrir Rómverja en þar sem Mile Svilar varði frá bæði David Hancko og Alireza Jahanbakhsh þá er Roma komið áfram.

Sparta Prag hafði tapað 3-2 í Tyrkalndi en það var ekki að sjá á leik kvöldsins. Heimamenn komust yfir snemma leiks og þó Galatasaray hafi jafnað skömmu síðar þá var lið Sparta mun betri aðilinn. Lokatölur 4-1 og Galatasaray sent heim með skottið á milli lappanna.

Í öðrum leikjum þá komst Marseille örugglega áfram með sigri á Shakhtar Donetsk, Sporting komst áfram þökk sé samtals 4-2 sigri í viðureign sinni gegn Young Boys frá Sviss. Freiburg komst áfram á kostnað Lens og Braga sló út Qarabag.


Tengdar fréttir

Ben­fi­ca naum­lega á­fram

Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×