Svilar hetjan þegar Roma komst áfram eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 23:25 Hetja Rómverja varði tvær vítaspyrnur í kvöld. David S.Bustamante/Getty Images Rómverjar skriðu áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu þökk sé sigri á Feyenoord í vítaspyrnukeppni. Þá sparkaði Sparta Prag tyrkneska liðinu Galatasaray úr keppni með 4-1 sigri. Roma og Feyenoord höfðu gert 1-1 jafntefli í Hollandi og því var allt undir í Róm í kvöld. Gestirnir komu betur stilltir inn í leikinn og kom Santiago Tomas Gimenez þeim yfir strax á fimmtu mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar og staðan orðin 1-1, líkt og í fyrri leiknum. Fleiri voru mörkin ekki í venjulegum leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Romelu Lukaku brenndi af fyrir Rómverja en þar sem Mile Svilar varði frá bæði David Hancko og Alireza Jahanbakhsh þá er Roma komið áfram. Svilar the shoot-out hero as Roma qualify for the Round of 16 #UEL pic.twitter.com/rwsB7wRJ6L— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 22, 2024 Sparta Prag hafði tapað 3-2 í Tyrkalndi en það var ekki að sjá á leik kvöldsins. Heimamenn komust yfir snemma leiks og þó Galatasaray hafi jafnað skömmu síðar þá var lið Sparta mun betri aðilinn. Lokatölur 4-1 og Galatasaray sent heim með skottið á milli lappanna. Í öðrum leikjum þá komst Marseille örugglega áfram með sigri á Shakhtar Donetsk, Sporting komst áfram þökk sé samtals 4-2 sigri í viðureign sinni gegn Young Boys frá Sviss. Freiburg komst áfram á kostnað Lens og Braga sló út Qarabag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Roma og Feyenoord höfðu gert 1-1 jafntefli í Hollandi og því var allt undir í Róm í kvöld. Gestirnir komu betur stilltir inn í leikinn og kom Santiago Tomas Gimenez þeim yfir strax á fimmtu mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar og staðan orðin 1-1, líkt og í fyrri leiknum. Fleiri voru mörkin ekki í venjulegum leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Romelu Lukaku brenndi af fyrir Rómverja en þar sem Mile Svilar varði frá bæði David Hancko og Alireza Jahanbakhsh þá er Roma komið áfram. Svilar the shoot-out hero as Roma qualify for the Round of 16 #UEL pic.twitter.com/rwsB7wRJ6L— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 22, 2024 Sparta Prag hafði tapað 3-2 í Tyrkalndi en það var ekki að sjá á leik kvöldsins. Heimamenn komust yfir snemma leiks og þó Galatasaray hafi jafnað skömmu síðar þá var lið Sparta mun betri aðilinn. Lokatölur 4-1 og Galatasaray sent heim með skottið á milli lappanna. Í öðrum leikjum þá komst Marseille örugglega áfram með sigri á Shakhtar Donetsk, Sporting komst áfram þökk sé samtals 4-2 sigri í viðureign sinni gegn Young Boys frá Sviss. Freiburg komst áfram á kostnað Lens og Braga sló út Qarabag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10