Aldrei séð svona öldugang við landið: Hurfu undir öldu á Arnarstapa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2024 10:45 Á myndbandinu sést hvernig ferðamennirnir hverfa undir ölduna. Ferðamenn voru hætt komnir á Arnarstapa í fyrradag þegar þeir hurfu undir risastóra öldu sem skall á stapanum. Leiðsögumaður segist aldrei áður hafa séð slíkan öldugang og ekki bara á Arnarstapa heldur víðar um landið. „Ég hef verið leiðsögumaður í nítján ár en aldrei séð svona öldugang,“ segir Tatjana Jastsuk leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours í samtali við Vísi. Hún fékk leyfi frá ferðamönnum sínum sem urðu vitni að atvikinu til þess að birta myndbandið en sjálf var hún ekki á staðnum. Tatjana segir ljóst að ferðamennirnir á brúnni á Arnarstapa hafi verið gríðarlega heppnir. Ljóst sé að töluvert verr hefði getað farið, enginn hafi slasast. Tatjana segist alltaf vara sína hópa við að fara að öllu með gát í grennd við sjó. „En svo hefur maður nú aldrei séð neitt þessu líkt við Arnarstapa, þannig það er kannski erfitt að vara einhvern við svona öldugangi sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Tatjana. Hún segir þetta ekki bara eiga við um Arnarstapa heldur fleiri staði líkt og Djúpalónssand og við Reynisfjöru. Vísir greindi frá því í gær að öldur hefðu farið alla leið yfir bílastæðið við fjöruna í Reynisfjöru. Um er að ræða sama dag og atvikið við Arnarstapa átti sér stað, síðastliðinn þriðjudag. Tatjana segir veðrið alla jafna verra á þessum tíma líkt og allir viti. „En maður hefur aldrei séð þetta svona. Þetta eru risastórar öldur.“ Fjallað var um hættuna við strendur landsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
„Ég hef verið leiðsögumaður í nítján ár en aldrei séð svona öldugang,“ segir Tatjana Jastsuk leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours í samtali við Vísi. Hún fékk leyfi frá ferðamönnum sínum sem urðu vitni að atvikinu til þess að birta myndbandið en sjálf var hún ekki á staðnum. Tatjana segir ljóst að ferðamennirnir á brúnni á Arnarstapa hafi verið gríðarlega heppnir. Ljóst sé að töluvert verr hefði getað farið, enginn hafi slasast. Tatjana segist alltaf vara sína hópa við að fara að öllu með gát í grennd við sjó. „En svo hefur maður nú aldrei séð neitt þessu líkt við Arnarstapa, þannig það er kannski erfitt að vara einhvern við svona öldugangi sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Tatjana. Hún segir þetta ekki bara eiga við um Arnarstapa heldur fleiri staði líkt og Djúpalónssand og við Reynisfjöru. Vísir greindi frá því í gær að öldur hefðu farið alla leið yfir bílastæðið við fjöruna í Reynisfjöru. Um er að ræða sama dag og atvikið við Arnarstapa átti sér stað, síðastliðinn þriðjudag. Tatjana segir veðrið alla jafna verra á þessum tíma líkt og allir viti. „En maður hefur aldrei séð þetta svona. Þetta eru risastórar öldur.“ Fjallað var um hættuna við strendur landsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24