Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 09:00 Nýr heimavöllur Vestra mun heita Kerecisvöllurinn, samkvæmt nýjum samningi, og á honum verður spilað í Bestu deild karla í vor, þegar snjórinn fer. Vestri Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira