Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2024 20:31 Félagarnir Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa (t.v.) og Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa, sem voru með eitt af erindunum á vísindaráðstefnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Vísindaráðstefnan fór fram í gær í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Heilbrigðisráðherra mætti á ráðstefnuna og sat hana alla. Forsvarsmenn Leviosa fyrirtækisins, sem hefur það að markmiði að stytta skráningartíma heilbrigðisstarfsfólks fyrir framan tölvuna og bjóða frekar upp á lausn sem ýtir undir skilvirkni og bætta þjónustu voru með athyglisvert erindi, en markmið fyrirtækisins er að flýta aðferðum við skráningarvinnu eins og með raddgreiningu, flýtitexta og snöggri afgreiðslu viðhengja. Þessi glæra vakti sérstaklega athygli. „Og þetta er tíminn sem kallast pappírsvinna fyrir heilbrigðisstarfsfólkið og það kemur akkúrat inn á eins og ég nefndi hérna áðan að rannsóknir erlendis hafa sýnt að rúmlega 30 prósent af fjármunum, sem við leggjum til heilbrigðiskerfisins er talið vera sóun,” sagði Matthías Leifsson, framkvæmdastjóri Leviosa meðal annars í sinni framsögu. Og félagarnir segja að það gangi ekki að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að eyða öllum þessum tíma fyrir framan tölvuskjáinn, það verði eitthvað annað að koma í staðinn og þá séu ýmsar tæknilausnir í boði. „Og að gera tækni, sem er smíðuð frá gólfinu með hugmyndunum frá fólki, sem er að fást við sjúklingana á hverjum degi. Þaðan koma bestu hugmyndirnar og nú er tækifæri til að koma svoleiðis inn í tækni með nýsköpuninni,” segir Davíð Björn Þórisson, sérfræðingur í bráðalækningum og stofnandi Leviosa Og þessi háa tala, um 70% í skráningarvinnu, er þetta virkilega svona hjá heilbrigðisstarfsfólki? „Þetta er ástæðan fyrir því þegar þú hittir mig á bráðamóttökunni þá hef ég mjög lítinn tíma til þess að tala við þig og til þessa að sinna þér. Ég hef mjög lítinn tíma og þolinmæði til að svara spurningum þínum af því að ég veit að ég er með skráningarhaug, sem bíður mín. Þannig að já, þetta hefur áhrif á störf okkar og dregur úr gleði okkar og þrótti til að sinna sjúklingunum,” segir Davíð Björn. Ein af glærunum frá Matthíasi á vísindaráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta eru skilaboðin frá félögunum. „Það er bara mikilvægt að við gerum þetta öll í sameiningu. Heilbrigðisstarfsfólkið, hið opinbera, frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, vinna að þessu saman og gera þetta saman því það eru hellings tækifæri þarna til að einfaldlega gera betur,” segir Matthías. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ásamt Díönnu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á vísindaráðstefnunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira