Innlent

Netþrjótar þykjast enn vera Sig­ríður Björk

Árni Sæberg skrifar
Sigríður Björk byrjar tölupósta sennilega ekki á „Halló“.
Sigríður Björk byrjar tölupósta sennilega ekki á „Halló“. Vísir/Vilhelm

Embætti ríkislögreglustjóra berast nú aftur tilkynningar um tölvupóst þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin ranglega merkt lögreglu.

Í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra segir að embætti' veki athygli á því að skilaboðin séu ekki frá ríkislögreglustjóra. Þá er fólk varað við því að svara tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem geta fylgt svikapóstum sem þessum.

„Halló,“ segir meintur ríkislögreglustjóri

Hafi fólk fengið slíkan póst skuli það tilkynna hann sem ruslpóst í því póstforriti sem fólk notar.

„Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.“

Sjáskot af umræddum svikapósti má sjá hér að neðan:

Bauð skál síðast

Sumarið 2022 voru netþrjótar líka á ferðinni og þóttust vera Sigríður Björk ríkislögreglustjóri. Margir gerðu stólpagrín að þrjótunum vegna orðalags þeirra þar sem þeir luku póstinum með kveðjunni „Skál, Sigríður Björk Guðjónsdóttir.“

Skilaboðin sem fylgdu voru ekki jafnfyndin en í þeim voru blásaklausir viðtakendur póstsins vændir um að vera kynferðisafbrotamenn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×