Skilur ekkert í að Ajax hafi fengið gæðalausan Henderson Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:31 Van der Vaart lék meðal annars með Tottenham og Real Madrid á sínum ferli. NESimages/Raymond Smit/DeFodi Images via Getty Images Rafael van der Vaart lét óánægju sína í ljós með kaup Ajax á Jordan Henderson. Van der Vaart er fyrrum hollenskur landsliðsmaður sem útskrifaðist úr Ajax akademíunni og þreytti frumraun sína með aðalliðinu 17 ára gamall. Hann starfar núna sem sérfræðingur í setti hjá hollenskri sjónvarpsstöð. Þar sagðist hann vera afar óánægður með uppeldisfélag sitt og benti á Jordan Henderson sem dæmi um slaka kaupstefnu félagsins. Henderson gekk til liðs við Ajax í janúar eftir stutt stopp hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu. Hann var gerður að fyrirliða liðsins en Ajax hefur ekki enn unnið í þeim fjórum leikjum sem Henderson hefur spilað. „Ajax hefur fengið til sín gæðalausa leikmenn. Félagið þarf núna bara að þrauka til enda tímabilsins. Félagið fékk Henderson til liðsins, það eina sem hann gerir er að gefa boltann til baka eða út á kant.“ Ummæli Van der Vaart komu í kjölfar grátlegs jafnteflis gegn NEC Nijmegen þar sem Ajax missti forystuna í uppbótartíma. Ajax situr í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir afar slaka byrjun og sveiflukennt gengi á tímabilinu. Auk þess stendur liðið í ströngu í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvígi þeirra gegn Bodö/Glimt endaði 2-2 eftir tvö mörk frá Ajax í uppbótartíma. Seinni leikurinn fer fram á morgun á heimavelli Bodö/Glimt í Noregi. „Sem Ajax maður er ég sorgmæddur. Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira. Það væri best fyrir þá að detta bara út og byrja upp á nýtt á næsta tímabili“ sagði Van der Vaart að lokum. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30 Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29 Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Van der Vaart er fyrrum hollenskur landsliðsmaður sem útskrifaðist úr Ajax akademíunni og þreytti frumraun sína með aðalliðinu 17 ára gamall. Hann starfar núna sem sérfræðingur í setti hjá hollenskri sjónvarpsstöð. Þar sagðist hann vera afar óánægður með uppeldisfélag sitt og benti á Jordan Henderson sem dæmi um slaka kaupstefnu félagsins. Henderson gekk til liðs við Ajax í janúar eftir stutt stopp hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu. Hann var gerður að fyrirliða liðsins en Ajax hefur ekki enn unnið í þeim fjórum leikjum sem Henderson hefur spilað. „Ajax hefur fengið til sín gæðalausa leikmenn. Félagið þarf núna bara að þrauka til enda tímabilsins. Félagið fékk Henderson til liðsins, það eina sem hann gerir er að gefa boltann til baka eða út á kant.“ Ummæli Van der Vaart komu í kjölfar grátlegs jafnteflis gegn NEC Nijmegen þar sem Ajax missti forystuna í uppbótartíma. Ajax situr í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir afar slaka byrjun og sveiflukennt gengi á tímabilinu. Auk þess stendur liðið í ströngu í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvígi þeirra gegn Bodö/Glimt endaði 2-2 eftir tvö mörk frá Ajax í uppbótartíma. Seinni leikurinn fer fram á morgun á heimavelli Bodö/Glimt í Noregi. „Sem Ajax maður er ég sorgmæddur. Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira. Það væri best fyrir þá að detta bara út og byrja upp á nýtt á næsta tímabili“ sagði Van der Vaart að lokum.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30 Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29 Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30
Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29
Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti