Ye þakkaði stuðningsmönnum Inter fyrir sig og sá liðið vinna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. febrúar 2024 23:32 Rapparinn Ye fékk nokkra vel valda stuðningsmenn Inter til að syngja inn á nýjustu plötuna sína, Vultures1. Hann var svo mættur á leik liðsins gegn Atlético Madrid í kvöld. Hvort hann hafi séð leikinn vel með þessa grímu skal látið ósagt. Stefano Guidi/Getty Images Bandaríski rapparinn Kanye West, eða Ye, var meðal áhorfenda á San Siro er Inter tók á móti Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ye vakti mikla athygli er hann gekk inn á leikvanginn með fylgdarliði sínu, klæddur í svarta grímu sem huldi andlit hans algjörlega. Rapparinn umdeildi gerði sér þó ekki ferð til Ítalíu sérstaklega til þess að fylgjast með viðureign Inter og Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann verður með tónleika í borginni Bologna á laugardag og tók krók á leið sinni til að fylgjast með leiknum. Ye gaf út plötu á dögunum sem ber nafnið Vultures1. Vera bandaríska rapparans Kanye West á leik í Meistaradeild Evrópu myndi líklega alla jafna ekki rata á íslenska íþróttamiðla, nema fyrir þær sakir að hluti af blóðheitustu stuðningsmönnum Inter, svokölluðum „Ultras,“ sungu inn á plötu rapparans. Inter ultras from the Curva Nord section of their stadium have received a song credit on Kanye West's latest album, ‘Vultures 1’, with Ty Dolla Sign. A choir made up of Nerazzurri followers features on the tracks ‘Stars’ and ‘Carnival’. Kanye, watching the UCL game tonight.… pic.twitter.com/1OcfJoILOd— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2024 Heyra má í stuðningsmönnum Inter í tveimur lögum rapparans á plötunni, sem bera nöfnin Stars og Carnival. Platan kom út fyrir tíu dögum síðan og er síðarnefnda lagið, Carnival, mest spilaða lag plötunnar með rétt tæplega fimmtíu milljónir spilanna á tónlistarveitunni Spotify þegar þetta er ritað. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Tengdar fréttir Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Ye vakti mikla athygli er hann gekk inn á leikvanginn með fylgdarliði sínu, klæddur í svarta grímu sem huldi andlit hans algjörlega. Rapparinn umdeildi gerði sér þó ekki ferð til Ítalíu sérstaklega til þess að fylgjast með viðureign Inter og Atlético Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann verður með tónleika í borginni Bologna á laugardag og tók krók á leið sinni til að fylgjast með leiknum. Ye gaf út plötu á dögunum sem ber nafnið Vultures1. Vera bandaríska rapparans Kanye West á leik í Meistaradeild Evrópu myndi líklega alla jafna ekki rata á íslenska íþróttamiðla, nema fyrir þær sakir að hluti af blóðheitustu stuðningsmönnum Inter, svokölluðum „Ultras,“ sungu inn á plötu rapparans. Inter ultras from the Curva Nord section of their stadium have received a song credit on Kanye West's latest album, ‘Vultures 1’, with Ty Dolla Sign. A choir made up of Nerazzurri followers features on the tracks ‘Stars’ and ‘Carnival’. Kanye, watching the UCL game tonight.… pic.twitter.com/1OcfJoILOd— EuroFoot (@eurofootcom) February 20, 2024 Heyra má í stuðningsmönnum Inter í tveimur lögum rapparans á plötunni, sem bera nöfnin Stars og Carnival. Platan kom út fyrir tíu dögum síðan og er síðarnefnda lagið, Carnival, mest spilaða lag plötunnar með rétt tæplega fimmtíu milljónir spilanna á tónlistarveitunni Spotify þegar þetta er ritað.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tónlist Tengdar fréttir Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Inter fer með forystuna til Spánar Internazionale, toppliðið á Ítalíu, vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Atletico Madrid, liðinu í fjórða sæti á Spáni, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 20. febrúar 2024 21:55
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti