Innlent

Golfbíllinn fannst kaldur og yfir­gefinn í Mosfellsdal

Árni Sæberg skrifar
Skolli er fundinn og golfsumari Sigga Sveins því bjargað.
Skolli er fundinn og golfsumari Sigga Sveins því bjargað. Sigurður Sveinsson

Golfbíll Sigurðar Sveinssonar, Skolli, er kominn í leitirnar. Hann fannst í skóglendi í Mosfellsdal og því má ætla að hinir ábyrgu sleppi við að Sigurður dýfi þeim í tjöru og fiðri, líkt og hann hafði hótað.

Vísir greindi frá því í dag að Sigurður Sveinsson handboltakempa, sem ætíð er kallaður Siggi Sveins, hefði lent í því að golfbíl hans var stolið. Hann tilkynnti að þjófarnir ættu ekki von á góðu.

„Vil segja við þá aðila sem frömdu þennan verknað að þeir geta sent mér skilaboð um hvar bílinn er. En ef ekki, mun ég eyða restinni af ævinni í að hafa uppá þeim og dýfa þeim í tjöru og fiðra.“

Björgunaraðgerðir þegar hafnar

Siggi greindi frá því í kvöld að Skolli hefði fundist í Mosfellsdal, þar sem hann hafi líklega verið kaldur og yfirgefinn í tvo til þrjá mánuði. Hann segir björgunaraðferðir þegar hafnar og þakkar öllum þeim sem deildu eftirlýsingu hans í dag. Á þeirra hefði Skolli sennilega látið lífið í skóginum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×