Lífið

Guð­dóm­legt hollustunammi fyrir súkkulaðigrísi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristjana töfrar fram hvern girnilega heilsuréttinn á fætur öðrum.
Kristjana töfrar fram hvern girnilega heilsuréttinn á fætur öðrum.

Þegar sykurpúkinn bankar upp á er gott að eiga hollari súkkulaðimola í frystinum heilsunnar vegna. Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að sætum bitum sem svala sykurþörfinni með góðri samvisku.

Appelsínu súkkulaðiskífur með klesstum döðlum og sjávarsalti

Innihaldsefni:

Steinlausar döðlur

Dökkt gæða súkkulaði

Appelsínubörkur af lífrænni appelsínu

Sjávarsalt

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið og setjið eina tsk/msk á bökunarpappír

Setjið eina steinlausa döðlu ofan á súkkulaðið

Raspið appelsínubörk yfir og sjávarsalt

Frystið og njótið.

Hér má sjá fleiri uppskriftir frá Jönu.


Tengdar fréttir

Heitur eplahleifur á köldum þriðjudegi

Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan.

Gul súpa fyrir gula viðvörun

Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 

Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow

Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×