Fótbolti

Þórsarar rúlluðu yfir Stjörnuna í Lengju­bikarnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Þorsarar voru sáttir í leikslok. Markaskorarinn Aron Ingi með boltann
Þorsarar voru sáttir í leikslok. Markaskorarinn Aron Ingi með boltann Facebook Þór Akureyri - Fótbolti

Lengjudeildarlið Þórs frá Akureyri vann öruggan sigur á Bestudeildarliðið Stjörnunnar í Lengjubikarnum í dag en lokatölur leiksins urðu 5-1, heimamönnum í vil.

Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleik, og var þar að verki Rafael Alexandre Romao Victor. Í seinni hálfleik brustu svo allar flóðgáttir.

Rafael bætti við öðru marki á 68. mínútu og það var ekki fyrr en í uppbótartíma, þegar staðan var orðin 5-0, að Elvar Máni Guðmundsson náði að skora eina mark gestanna úr Garðabæ.

Lokatölur leiksins eins og áður sagði 5-1 og Þórsarar tylla sér í efsta sæti 3. riðils A-deildar Lengjubikarsins, með tvo sigra í tveimur leikjum. KR hefur einnig unnið báða sína leiki en markatala Þórs ögn betri eftir úrslit dagsins.

Uppfært 18:45 - Samkvæmt umfjöllun Fótbolta.net um leikinn stillti Stjarnan upp liði í dag sem að mestu var skipað leikmönnum úr 2. flokki. Elsti leikmaður liðsins er fæddur árið 2003, flestir fæddir 2006 og tveir leikmenn í byrjunarliðinu í dag eru fæddir árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×