Miklar framkvæmdir í Hveragerði og allt að gerast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2024 13:31 Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar fagnar allri uppbyggingu og framkvæmdum í Hveragerði enda segir hún einstaklega gott að búa í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er engin lognmolla í Hveragerði um þessar mundir því þar eru miklar framkvæmdir í gangi og mikið byggt. Til að mynda á að fara að byggja nýjan leikskóla og þá er verið að stækka grunnskólann og íþróttahúsið svo eitthvað sé nefnt. Það er allt að gerast í Hveragerði því þar eru miklar framkvæmdir í gangi enda mikil uppbygging í bæjarfélaginu á fjölmörgum sviðum eins og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar þekkir manna best. „Þetta er stækkandi bær, fjölmargir að byggja húsnæði og svo erum við líka í ýmsum framkvæmdum sveitarfélagið. Við erum að fara að byggja leikskóla, við erum að stækka grunnskólann og svo er búið að samþykkja að ráðast í gervigrasvöll upp í dal, keppnisvöll og svo erum við líka að stækka íþróttahúsið,” segir Jóhanna. Jóhanna Ýr segist vera mjög ánægð með allar þessar framkvæmdir í bæjarfélaginu og ekki síður hvað íbúum er að fjölga í Hveragerði. „Þetta er ótrúlega fallegt bæjarstæði og ef ég tala út frá sjálfri mér þá finnst mér bara mikil forréttindi í því að búa í svona fallegum bæ þar sem náttúran er allt í kring svona falleg. Að geta bara farið í gönguskóna eða strigaskóna og þú gengur í fimm mínútur og þá ertu bara komin í guðsgræna náttúruna.” Náttúran í kringum Hveragerðisbæ er einstaklega falleg.Aðsend Og er nægilegt lóðaframboð hjá ykkur? „Já, við eigum nokkrar lóðir á lausu eins og er. Við erum með lóðir við Varmánna, sem eru ákaflega fallegar lóðir, þar eru nokkrar lausar lóðir og svo erum við líka að skoða áframhaldandi uppbyggingu í Kambalandi,” segir Jóhanna Ýr, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar um leið og hún hvetur áhugasama á fá sér ísrúnt í Hveragerði og skoða bæjarfélagið og alla uppbyggingu sem á sér þar stað. Sundlaugin í Laugaskarði er ein af perlunum í Hveragerði, sem heimamenn og aðrir eru duglegir að nýta sér.Aðsend Hveragerði Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Það er allt að gerast í Hveragerði því þar eru miklar framkvæmdir í gangi enda mikil uppbygging í bæjarfélaginu á fjölmörgum sviðum eins og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar þekkir manna best. „Þetta er stækkandi bær, fjölmargir að byggja húsnæði og svo erum við líka í ýmsum framkvæmdum sveitarfélagið. Við erum að fara að byggja leikskóla, við erum að stækka grunnskólann og svo er búið að samþykkja að ráðast í gervigrasvöll upp í dal, keppnisvöll og svo erum við líka að stækka íþróttahúsið,” segir Jóhanna. Jóhanna Ýr segist vera mjög ánægð með allar þessar framkvæmdir í bæjarfélaginu og ekki síður hvað íbúum er að fjölga í Hveragerði. „Þetta er ótrúlega fallegt bæjarstæði og ef ég tala út frá sjálfri mér þá finnst mér bara mikil forréttindi í því að búa í svona fallegum bæ þar sem náttúran er allt í kring svona falleg. Að geta bara farið í gönguskóna eða strigaskóna og þú gengur í fimm mínútur og þá ertu bara komin í guðsgræna náttúruna.” Náttúran í kringum Hveragerðisbæ er einstaklega falleg.Aðsend Og er nægilegt lóðaframboð hjá ykkur? „Já, við eigum nokkrar lóðir á lausu eins og er. Við erum með lóðir við Varmánna, sem eru ákaflega fallegar lóðir, þar eru nokkrar lausar lóðir og svo erum við líka að skoða áframhaldandi uppbyggingu í Kambalandi,” segir Jóhanna Ýr, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar um leið og hún hvetur áhugasama á fá sér ísrúnt í Hveragerði og skoða bæjarfélagið og alla uppbyggingu sem á sér þar stað. Sundlaugin í Laugaskarði er ein af perlunum í Hveragerði, sem heimamenn og aðrir eru duglegir að nýta sér.Aðsend
Hveragerði Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent