Innlent

Hettu­sótt í Hraunvallaskóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Nemendum verður boðin bólusetning gegn hettusótt.
Nemendum verður boðin bólusetning gegn hettusótt. Vísir/Egill

Starfsmenn Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hafa greinst smitaðir með hettusótt. Veirusjúkdómurinn er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og má það sama segja um mislinga.

Hettusótt greindist fyrst á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mánaðarins og var tilkynnt í vikunni að einstaklingur tengdur þeim sem greindist fyrst, hefði einnig smitast.

Hettusótt er frekar sjaldgæfur sjúkdómur hér á landi. Eftir 2000 hefur sjúkdómurinn þrátt fyrir þetta náð útbreiðslu í nokkur skipti, aðallega hjá fólki sem fætt er á tímabilinu 1985 til 1987 og hefur því verið hvatt til bólusetningar fyrir þessa árganga frá 2015. Eldri árgangar eru álitnir almennt ónæmir vegna tíðra hettusóttarfaraldra sem gengu fram til 1984.

Sjá einnig: Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu

Í frétt Mbl um Hraunavallaskóla segir að nemendum í skólanum verði boðin bólusetning, samkvæmt bréfi sem sóttvarnarlæknir sendi starfsfólki og foreldrum barna í skólanum.

Sama bóluefni er notað við bæði mislingum og hettusótt. Fólk sem fætt er frá 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×