Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 07:33 Eiginkona Assange segir hann hafa verið veikan um jólin en heilsa hans hefur verið afar tæp síðustu ár. Stella Assange segir eiginmanni sínum hafa hrakað, bæði andlega og líkamlega og líf hans sé í stöðugri hættu. Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum. Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum.
Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01
Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58
Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent