Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2024 11:43 Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. Vísir Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“ Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“
Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira