„Segir okkur að þeir eru ekkert að bulla“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 21:32 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar árið 2019. Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Eins og fram hefur komið hefur lögreglu borist tvö nafnlaus bréf vegna málsins. Hefur lögregla leitað að Jóni í almenningsgarði skammt frá þar sem hann sást síðast í febrúar 2019. „Þetta er stór og mikil leit á ákveðnu svæði. Hundar, kafarar, búnaður og sérfræðingar erlendis frá sem koma að henni líka. Þannig að þetta er auðvitað bara risastórt,“ segir Davíð. Þau segjast bæði merkja viðhorfsbreytingu hjá írsku lögreglunni. Það sýni sig ekki síst í stórum blaðamannafundi sem haldinn var um rannsókn málsins. „Þeir eru einlægir og vilja vinna þetta. Það að þeir hafa gert þennan blaðamannafund svona stóran, það segir okkur að þeir eru ekkert að bulla,“ segir Anna. Systkinin segja fleiri hafa áhuga á málinu nú en áður. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Skildi blómvönd eftir handa Jóni Þá er Önnu fylgt eftir í Kastljósi þar sem hún leggur blómvönd fyrir utan Bonnington hótelið þar sem Jón gisti eina nótt. Hugmyndin kviknaði þegar hún sá blómvendi aðstandenda drengs sem var myrtur á hótelinu. „Þetta snertir mig svo mikið því það er bréf á hverjum einasta blómvendi, frá systkinum, börnum og foreldrum. Þau eru búin að ganga í gegnum svipað og við, nema þau fundu drenginn sinn og gátu jarðað hann, þannig að ég ákvað að setja bara blóm fyrir Jón líka. Frá okkur öllum. Ég hringdi í mömmu og hún valdi vöndinn.“ Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Eins og fram hefur komið hefur lögreglu borist tvö nafnlaus bréf vegna málsins. Hefur lögregla leitað að Jóni í almenningsgarði skammt frá þar sem hann sást síðast í febrúar 2019. „Þetta er stór og mikil leit á ákveðnu svæði. Hundar, kafarar, búnaður og sérfræðingar erlendis frá sem koma að henni líka. Þannig að þetta er auðvitað bara risastórt,“ segir Davíð. Þau segjast bæði merkja viðhorfsbreytingu hjá írsku lögreglunni. Það sýni sig ekki síst í stórum blaðamannafundi sem haldinn var um rannsókn málsins. „Þeir eru einlægir og vilja vinna þetta. Það að þeir hafa gert þennan blaðamannafund svona stóran, það segir okkur að þeir eru ekkert að bulla,“ segir Anna. Systkinin segja fleiri hafa áhuga á málinu nú en áður. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Skildi blómvönd eftir handa Jóni Þá er Önnu fylgt eftir í Kastljósi þar sem hún leggur blómvönd fyrir utan Bonnington hótelið þar sem Jón gisti eina nótt. Hugmyndin kviknaði þegar hún sá blómvendi aðstandenda drengs sem var myrtur á hótelinu. „Þetta snertir mig svo mikið því það er bréf á hverjum einasta blómvendi, frá systkinum, börnum og foreldrum. Þau eru búin að ganga í gegnum svipað og við, nema þau fundu drenginn sinn og gátu jarðað hann, þannig að ég ákvað að setja bara blóm fyrir Jón líka. Frá okkur öllum. Ég hringdi í mömmu og hún valdi vöndinn.“
Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11