Fótbolti

Bellingham gæti fengið bann fyrir að kalla Greenwood nauðgara

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bellingham og Greenwood tókust á í 2-0 sigri Real Madrid gegn Getafe.
Bellingham og Greenwood tókust á í 2-0 sigri Real Madrid gegn Getafe. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Spænska knattspyrnusambandið hefur skipað dómara til að úrskurða um hvort Jude Bellingham hljóti leikbann fyrir að kalla Mason Greenwood nauðgara. 

Myndbandsupptökur sýndu Bellingham hreyta einhverju í Greenwood eftir að Bellingham tæklaði hann niður. Getafe leit ummæli Bellingham alvarlegum augum og óskaði eftir varalesurum til að rannsaka myndbandsupptökur. Þeirra greining staðfesti að Bellingham hafi kallað Greenwood nauðgara.

Spænska knattspyrnusambandið hefur nú skipað dómara til að úrskurða um hvort Bellingham hljóti leikbann. Samkvæmt reglum sambandsins mun Bellingham líklega hljóta 1-3 leikja bann vegna þess að ummælin leiddu ekki til frekara ofbeldis. Hefðu þau gert það yrði bannið lengra. Real Madrid mun geta áfrýjað dómnum. 

Greenwood var handtekinn af breskum yfirvöldum í janúar 2022 vegna gruns um kynferðis- og líkamlegt ofbeldi. Hann var látinn laus gegn trygginu en eftir brot á skilorði var hann vistaður í gæsluvarðhald. Greenwood var á endanum látinn laus vegna ónægra sönnunargagna í febrúar 2023. Hann fór svo frá Manchester United og gerði lánssamning við Getafe í byrjun þessa tímabils. 

Heimildamenn The Athletic hjá Getafe sögðu Mason Greenwood sjálfan ekki vilja blása málið upp. Manchester United kaus að tjá sig ekki um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×