Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 12:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Einar Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um er að ræða þrjá skóla; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Samkvæmt tilkynningunni hafa fjárframlög til skólana verið 60 til 80 prósent af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert. Skert fjárframlög hafi óhjákvæmilega leitt til innheimtu skólagjalda, sem hafi numið um 1,5 til 2 milljónum fyrir grunnnám og sömu upphæð fyrir meistaranám. Ef skólarnir hafa á þessu áhuga gæti breytingin tekið gildi í áföngum frá og með haustinu en hún yrði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar 2025 - 2026. „Sú hugmyndafræði að fé fylgi nemendum að fullu óháð því hvaða skóla þeir sækja er ekki ný af nálinni í menntakerfinu, þó svo að hún sé það á háskólastiginu,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í tilkynningunni. „Í anda þess að fé fylgi nemanda geta háskólarnir fallið frá skólagjöldum sínum gegn því að fá fullt opinbert framlag. Ég tel sanngjarnt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, óháð rekstrarformi skóla, og að þeir sem velji að stunda nám í sjálfstætt starfandi háskóla standi jafnfætis þeim sem stundi nám í hinum opinberu skólum. Ríkið á ekki að gera upp á milli nemenda.“ Hámarkskostnaðurinn tveir milljarðar króna Ef af verður munu nemendur umræddra skóla aðeins greiða skrásetningargjald eins og þekkist hjá opinberu háskólunum. Kostnaðarhlutur ríkisins ræðst af því hversu margir skólanna þekkjast boðið og hvort fjármögnunin myndi ná til alls grunnnáms og alls meistaranáms eða aðeins hluta þess. „Hver sem niðurstaðan yrði myndi hún að hámarki kosta um 2 milljarða króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins,“ segir í tilkynningunni. Nemendur skólanna þriggja telja um fjórðung allra háskólanema á Íslandi en skólarnir hafa allir sína sérstöðu að því leyti að Háskólinn í Reykjavík býður upp á úrval tæknigreina, Listaháskóli Íslands upp á listnám og Háskólinn á Bifröst upp á fjarnám. „Við í ráðuneytinu höfum lagt kapp á að fjölga nemendum í raun-, tækni- og listgreinum enda er Ísland eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjölda nemenda í þessum greinum,“ segir ráðherra. „Með því að gefa nemendum aukið val gefum við stærri og fjölbreyttari hópi fólks kleift að stunda nám í greinum sem skipta miklu máli fyrir samkeppnishæfni okkar til framtíðar og stórauka tækifæri til náms á Íslandi. Nú er það skólanna að vega og meta hvernig þeir bregðast við en næstu daga mun ég eiga frekari samtöl og samráð við nemendur og starfsfólk skólanna. Ég vonast til að fá svör frá þeim sem fyrst svo að nemendur þeirra skóla sem hafa áhuga á að ganga að tilboðinu njóti þess sem fyrst og helst strax í haust.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um er að ræða þrjá skóla; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Samkvæmt tilkynningunni hafa fjárframlög til skólana verið 60 til 80 prósent af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert. Skert fjárframlög hafi óhjákvæmilega leitt til innheimtu skólagjalda, sem hafi numið um 1,5 til 2 milljónum fyrir grunnnám og sömu upphæð fyrir meistaranám. Ef skólarnir hafa á þessu áhuga gæti breytingin tekið gildi í áföngum frá og með haustinu en hún yrði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar 2025 - 2026. „Sú hugmyndafræði að fé fylgi nemendum að fullu óháð því hvaða skóla þeir sækja er ekki ný af nálinni í menntakerfinu, þó svo að hún sé það á háskólastiginu,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í tilkynningunni. „Í anda þess að fé fylgi nemanda geta háskólarnir fallið frá skólagjöldum sínum gegn því að fá fullt opinbert framlag. Ég tel sanngjarnt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, óháð rekstrarformi skóla, og að þeir sem velji að stunda nám í sjálfstætt starfandi háskóla standi jafnfætis þeim sem stundi nám í hinum opinberu skólum. Ríkið á ekki að gera upp á milli nemenda.“ Hámarkskostnaðurinn tveir milljarðar króna Ef af verður munu nemendur umræddra skóla aðeins greiða skrásetningargjald eins og þekkist hjá opinberu háskólunum. Kostnaðarhlutur ríkisins ræðst af því hversu margir skólanna þekkjast boðið og hvort fjármögnunin myndi ná til alls grunnnáms og alls meistaranáms eða aðeins hluta þess. „Hver sem niðurstaðan yrði myndi hún að hámarki kosta um 2 milljarða króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins,“ segir í tilkynningunni. Nemendur skólanna þriggja telja um fjórðung allra háskólanema á Íslandi en skólarnir hafa allir sína sérstöðu að því leyti að Háskólinn í Reykjavík býður upp á úrval tæknigreina, Listaháskóli Íslands upp á listnám og Háskólinn á Bifröst upp á fjarnám. „Við í ráðuneytinu höfum lagt kapp á að fjölga nemendum í raun-, tækni- og listgreinum enda er Ísland eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjölda nemenda í þessum greinum,“ segir ráðherra. „Með því að gefa nemendum aukið val gefum við stærri og fjölbreyttari hópi fólks kleift að stunda nám í greinum sem skipta miklu máli fyrir samkeppnishæfni okkar til framtíðar og stórauka tækifæri til náms á Íslandi. Nú er það skólanna að vega og meta hvernig þeir bregðast við en næstu daga mun ég eiga frekari samtöl og samráð við nemendur og starfsfólk skólanna. Ég vonast til að fá svör frá þeim sem fyrst svo að nemendur þeirra skóla sem hafa áhuga á að ganga að tilboðinu njóti þess sem fyrst og helst strax í haust.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira