Staðfastur á því að árás með miklu mannfalli hafi verið afstýrt Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 19:41 Erlendur sérfræðingur telur að lögreglan á Íslandi hafi komið í veg fyrir hryðjuverk á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fulltrúi hjá Europol, sem er verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gerði tvær skýrslur um hryðjuverkamálið svokallaða, en Europol kom að rannsókn málsins. Hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Ég stend hundrað prósent með niðurstöðunni um að íslenska lögreglan kom í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði hann í upphafi skýrslutökunnar. Hann sagðist staðfastur á þessari niðurstöðu og að hann hefði borið málið saman við önnur mál sem varða öfga hægrimenn. Hann greindi frá því að hann væri búinn að starfa við rannsókn á hryðjuverkum hægrisinnaðra öfgamanna síðan 2018 og hjálpað bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem og stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og í Nýja-Sjálandi við sýnar rannsóknir. Próteindrykkir ræddir fyrir rétti Á meðal þess sem fjallað var um í niðurstöðukafla annarrar skýrslu fulltrúans voru fæðubótarefni sem sakborningarnir höfðu notað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs Nathanssonar, spurði hvernig stæði á því að í skýrslunni væru leiddar líkur að því að sakborningarnir væru við það að fremja hryðjuverk vegna fæðubótarefna og próteindufts. „Yfirleitt erum við ekki fyrir rétti að ræða próteindrykki. Frekar gerum við það í ræktinni,“ sagði fulltrúinn, en bætti þó við að fæðubótarefnið væri það sama og Anders Behring Breivik hefði notað, og jafnframt hvatt fylgjendur sína til að nota. „Við erum ekki að ræða notkun á próteinsjeikum, heldur erum við að tala um Breivik, persónu sem sakborningurinn dáir.“ Klúbbhús ekki nauðsynlegt Europol-fulltrúinn var spurður út tal um svokallað klúbbhús (e. safehouse). Svo virðist sem lögreglan hafi á ákveðnum tímapunkti talið að sakborningarnir hefðu haft aðgang að slíku húsi. Bent var á að eigandi hússins hefði keypt sér miða aðra leið til Spánar og hann grunaður um að styðja við meinta hryðjuverkastarfsemi Sindra og Ísidórs með því að veita þeim aðgang að húsinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði fulltrúann hvort hann hefði verið meðvitaður um að eigandi hússins ætti aðsetur á Spáni, og byggi þar að einhverju leyti. Fulltrúinn sagðist ekki hafa vitað það, en sagði þó að um hafi verið að ræða vísbendingu sem lögreglunni á Íslandi hefði verið bent á að taka til frekari skoðunar. Þá tók fulltrúinn fram að klúbbhúsið væri ekki forsenda grunsemdanna. „Það er vel hægt að fremja hryðjuverk án klúbbhúss. Það er ekki nauðsynlegt.“ Verjendur sakborninganna Sveinn Andri og Einar Oddur spurðu Europol-manninn spjörunum úr.Vísir/Vilhelm „Hann er greinilega með engin svör við þessu“ Sveinn Andri spurði meira út í sannfæringu fulltrúans um að staðið hafi til hjá sakborningunum að fremja hryðjuverk, og spurði hvers konar hryðjuverk væri um að ræða, og hvar og hvenær þau hefðu átt að vera framin. „Þetta er áhugaverð spurning verjandi. Þú leitar að dagsetningu, en í mörgum málum liggur hún ekki fyrir. Ég hef séð mál þar sem gerandinn minnist ekki á dagsetningu fyrr en daginn sem hann framkvæmir ódæðið,“ sagði hann og minntist á hryðjuverkamanninn Brenton Tarrant, sem framdi skotárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þegar hann var að verða uppiskroppa með peninga. „Ég get sagt þér að þetta hefði verið ofbeldisfull öfgaárás sem hefði orsakað mikið mannfall,“ sagði fulltrúinn um möguleg skotmörk. Hann hélt því fram að í mörgum málum hefðu hryðjuverkamenn verið með marga hópa í huga sem skotmörk, en þeim fækkað þegar nær dró að árásinni. Sveinn Andri vildi fá skýrari svör við spurningunni og fulltrúinn svaraði: „Ég þoli ekki að valda þér vonbrigðum,“ sagði hann og minntist á að hafa verið með mál á sínu borði þar sem árásarmenn væru með átta eða níu hópa í huga sem skotmörk. „Hann er greinilega með engin svör við þessu, þannig þetta er búið hjá mér,“ sagði Sveinn Andri. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
„Ég stend hundrað prósent með niðurstöðunni um að íslenska lögreglan kom í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði hann í upphafi skýrslutökunnar. Hann sagðist staðfastur á þessari niðurstöðu og að hann hefði borið málið saman við önnur mál sem varða öfga hægrimenn. Hann greindi frá því að hann væri búinn að starfa við rannsókn á hryðjuverkum hægrisinnaðra öfgamanna síðan 2018 og hjálpað bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem og stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og í Nýja-Sjálandi við sýnar rannsóknir. Próteindrykkir ræddir fyrir rétti Á meðal þess sem fjallað var um í niðurstöðukafla annarrar skýrslu fulltrúans voru fæðubótarefni sem sakborningarnir höfðu notað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs Nathanssonar, spurði hvernig stæði á því að í skýrslunni væru leiddar líkur að því að sakborningarnir væru við það að fremja hryðjuverk vegna fæðubótarefna og próteindufts. „Yfirleitt erum við ekki fyrir rétti að ræða próteindrykki. Frekar gerum við það í ræktinni,“ sagði fulltrúinn, en bætti þó við að fæðubótarefnið væri það sama og Anders Behring Breivik hefði notað, og jafnframt hvatt fylgjendur sína til að nota. „Við erum ekki að ræða notkun á próteinsjeikum, heldur erum við að tala um Breivik, persónu sem sakborningurinn dáir.“ Klúbbhús ekki nauðsynlegt Europol-fulltrúinn var spurður út tal um svokallað klúbbhús (e. safehouse). Svo virðist sem lögreglan hafi á ákveðnum tímapunkti talið að sakborningarnir hefðu haft aðgang að slíku húsi. Bent var á að eigandi hússins hefði keypt sér miða aðra leið til Spánar og hann grunaður um að styðja við meinta hryðjuverkastarfsemi Sindra og Ísidórs með því að veita þeim aðgang að húsinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði fulltrúann hvort hann hefði verið meðvitaður um að eigandi hússins ætti aðsetur á Spáni, og byggi þar að einhverju leyti. Fulltrúinn sagðist ekki hafa vitað það, en sagði þó að um hafi verið að ræða vísbendingu sem lögreglunni á Íslandi hefði verið bent á að taka til frekari skoðunar. Þá tók fulltrúinn fram að klúbbhúsið væri ekki forsenda grunsemdanna. „Það er vel hægt að fremja hryðjuverk án klúbbhúss. Það er ekki nauðsynlegt.“ Verjendur sakborninganna Sveinn Andri og Einar Oddur spurðu Europol-manninn spjörunum úr.Vísir/Vilhelm „Hann er greinilega með engin svör við þessu“ Sveinn Andri spurði meira út í sannfæringu fulltrúans um að staðið hafi til hjá sakborningunum að fremja hryðjuverk, og spurði hvers konar hryðjuverk væri um að ræða, og hvar og hvenær þau hefðu átt að vera framin. „Þetta er áhugaverð spurning verjandi. Þú leitar að dagsetningu, en í mörgum málum liggur hún ekki fyrir. Ég hef séð mál þar sem gerandinn minnist ekki á dagsetningu fyrr en daginn sem hann framkvæmir ódæðið,“ sagði hann og minntist á hryðjuverkamanninn Brenton Tarrant, sem framdi skotárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þegar hann var að verða uppiskroppa með peninga. „Ég get sagt þér að þetta hefði verið ofbeldisfull öfgaárás sem hefði orsakað mikið mannfall,“ sagði fulltrúinn um möguleg skotmörk. Hann hélt því fram að í mörgum málum hefðu hryðjuverkamenn verið með marga hópa í huga sem skotmörk, en þeim fækkað þegar nær dró að árásinni. Sveinn Andri vildi fá skýrari svör við spurningunni og fulltrúinn svaraði: „Ég þoli ekki að valda þér vonbrigðum,“ sagði hann og minntist á að hafa verið með mál á sínu borði þar sem árásarmenn væru með átta eða níu hópa í huga sem skotmörk. „Hann er greinilega með engin svör við þessu, þannig þetta er búið hjá mér,“ sagði Sveinn Andri.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira