Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 14:52 ísidór Nathansson er var með nasistafána uppi á vegg þar sem hann prentaði parta í skotvopn. vísir/vilhelm Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira