Konur hverfa úr forystu KSÍ og aðeins karlar í framboði Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz hafa báðar ákveðið að hætta hjá KSÍ. vísir/Hulda Margrét Nú er orðið ljóst að þrjár konur sem verið hafa í fararbroddi Knattspyrnusambands Íslands síðustu ár munu kveðja sambandið í þessum mánuði. Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira