Innlent

Hita­veitan í gang: Hús­eig­endur hvattir til að vitja eigna sinna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Unnið að lagningu í nótt.
Unnið að lagningu í nótt. HS Orka

Viðgerð er lokið á hitaveituæðinni frá Svartsengi og heitt vatn farið að streyma í tanka á Fitjum. Unnið er að undirbúningi þess að hleypa inn á kerfið og geta viðskiptavinir vænst þess að heitt vatn fari að streyma á næstu klukkstundum.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef HS Veitna. 

Þar segir að starfsmenn HS Veitna muni vinna þrotlaust að því að koma heitu vatni á allt svæðið á næsta sólahring.

„Húseigendur eru hvattir til að vitja eigna sinna meðan hitaveitan kemst í gang. Frekari upplýsingar munu berast frá HS Veitum og eru viðskiptavinir hvattir til að fylgjast vel með.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×