Innlent

Palestínska fjöl­skyldan farin úr landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Samstöðufundur á Austurvelli skömmu áður en fjöldinn gerði sér ferð á Hlemm að mótmæla brottvísuninni.
Samstöðufundur á Austurvelli skömmu áður en fjöldinn gerði sér ferð á Hlemm að mótmæla brottvísuninni.

Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands.

Marín Þórsdóttir, upplýsingafulltrúi stoðdeildar ríkislögreglustjóra staðfestir þetta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Engin svör bárust við spurningum fréttastofu um hvort fjölskyldan hafi verið látin gista á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði.

Fjölskyldunni hafði verið synjað um dvalarleyfi vegna vanrækslu á tilkynningarskyldu og vegna þess að þau höfðu þegar leyfi til alþjóðlegrar verndar á Grikklandi. Sérsveitarmenn með skotvopn fóru inn á heimili þeirra snemma í gærmorgun, vöktu þau og handtóku.

„Sérhvert mál einstakt og viðbúnaður metinn með tillit til þeirra upplýsinga sem lögreglan hefur hverju sinni,“ var svar lögreglunnar við fyrirspurn um hvers vegna hefði verið talin þörf á vopnuðum sérsveitarmönnum við handtökuna.

Einn þeirra er tuttugu og þriggja ára og giftur íslenskri konu.

Efnt var til fjölmennra mótmæla á Hlemmi í kjölfar frétta af handtökunni og reynt var að byrgja útgönguleiðir lögreglustöðvarinnar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×