Fótbolti

Stórir sigrar í Lengjubikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sandra María Jessen skoraði fyrir Þór/KA í dag.
Sandra María Jessen skoraði fyrir Þór/KA í dag. VÍSIR/VILHELM

Þór vann stóran sigur á Njarðvík í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Þá vann Þór/KA stóran sigur á ÍBV í Lengjubikar kvenna.

Í Akraneshöllinni mættust lið Þór/KA og ÍBV í Lengjubikar kvenna. Þór/KA hafði yfirburði í leiknum og komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mörk Amalíu Árnadóttur og Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur. 

Akureyrarliðið bætti við fimm mörkum í síðari hálfleik. Margrét Árnadóttir skoraði þrjú þeirra og þær Sandra María Jessen og Bríet Fjóla Bjarnadóttir bættu hvor við einu marki. Lokatölur 7-0 en þetta var fyrsti leikur liðanna í Lengjubikarnum þetta árið.

Fyrr í dag vann Þór stórsigur á Njarðvík í Lengjubikar karla en liðin mættust í Miðgarði í Garðabæ. Aron Ingi Magnússon og Rafael Victor skoruðu fyrir Þór í fyrrihálfleik en Victor kom einmitt til Þórs frá Njarðvík í vetur.

Ragnar Óli Ragnarsson kom Þór í 3-0 á 60. mínútu en Martin Klein Joensen minnkaði muninn fyrir Njarðvík skömmu síðar áður en þeir Kristófer Kristjánsson og Fannar Daði Malmquist Gíslason innsigluðu sigur Akureyringa. Lokatölur 5-1 og þægilegur sigur Þórs staðreynd.

Í Egilshöll mættust Valur og ÍBV í karlaflokki. Jónatan Ingi Jónsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val í 7-1 sigri en Valsmenn leiddu 3-1 í leikhléi. Guðmundur Andri Tryggvason, Aron Jóhannsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu hin þrjú mörk Valsara en Sverrir Páll Hjaltested jafnaði metin í 1-1 fyrir ÍBV í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×