Fótbolti

Lands­liðs­menn í eld­línunni í Evrópu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hjörtur Hermannsson og félagar unnu góðan sigur á Sampdoria í dag.
Hjörtur Hermannsson og félagar unnu góðan sigur á Sampdoria í dag. Vísir/Getty

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Pisa sem vann 2-0 sigur á Sampdoria á Ítalíu í dag. Jón Dagur Þorsteinsson og Guðmundur Þórarinsson máttu hins vegar sætta sig við töp.

Pisa var jafnt Sampdoria að stigum um miðja Serie B fyrir leikinn í dag. Hjörtur hóf leikinn í vörn Pisa en var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0-0. Lið Pisa tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik og lyfti sér upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum.

Jón Dagur Þorsteinsson var í liði Leuven sem mætti Standard Liege á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni. Aiden O´Neill kom heimaliðinu yfir í fyrri hálfleik og það reyndist eina mark leiksins. Jón Dagur lék á vinstri kantinum hjá Leuven en var tekinn af velli eftir klukkutíma leik.

Guðmunudur Þórarinsson kom af bekknum í hálfleik í liði OFI Crete sem tapaði stórt gegn stórliði Olympiacos. Staðan var 3-0 þegar Guðmundur kom af bekknum og heimamenn bættu einu marki við eftir það. Lokatölur 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×