Innlent

Upp­færsla olli sam­bands­leysi Neyðar­línunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Einhverjir gátu ekki náð sambandi við Neyðarlínuna í dag.
Einhverjir gátu ekki náð sambandi við Neyðarlínuna í dag. Vísir/Vilhelm

Uppfærsla á netöryggiskerfi Neyðarlínunnar olli því að hluti þeirra sem hringdu í 112 náðu ekki sambandi. Tölvukerfi Neyðarlínunnar lá einnig niðri um tíma en nú er öll starfsemi komin í lag. 

Þetta kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að öryggisgalli hafi fundist í eldveggjum sambærilegum þeim sem Neyðarlínan notar. Því var ráðist í uppfærslu sem varð svo til þess að sambandsleysi kom á. 

„Öryggiskerfi eru í sífelldri endurskoðun og eru uppfærð reglulega. Ekki er vitað hvað leiddi til þessa sambandsrofs en það verður rannsakað svo unnt verði að koma í veg fyrir truflanir sem þessa í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×