Fótbolti

Özil skaut föstum skotum á gömlu ó­vinina í Atletico Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil í leik með Real Madrid á móti Atletico Madrid í spænska bikarúrslitaleiknum árið 2011.
Mesut Özil í leik með Real Madrid á móti Atletico Madrid í spænska bikarúrslitaleiknum árið 2011. Getty/Angel Martinez

Viðbrögð Mesut Özil, fyrrum leikmanns Real Madrid og Arsenal, við nýja bláa spjaldinu vöktu athygli í netheimum í gær.

Erlendir miðlar sögðu frá því í gær að Alþjóða knattspyrnuráðið, IFAB, ætli að taka upp bláa spjaldið á næstunni.

Leikmenn fara þá í tíu mínútna kælingu fyrir að rífa kjaft við dómara eða brjóta taktískt af sér til að stöðva hraða sókn mótherjanna. Þetta er, ef af verður, ein stærsta breytingin á knattspyrnulögunum í langan tíma.

Það fyrsta sem Özil datt í hug þegar hann sjá fréttirnar var að setja fram spurningu.

Með þessari spurningu skaut hann föstum skotum á gömlu óvinina í Atletico Madrid.

Spurning var: Svo Atletico Madrid mun þá bara spila með sex leikmenn eða hvað?

Leikmenn Atletico eru þekktir fyrir að brjóta oft taktískt af sér til að hægja á leik mótherjanna.

Lærisveinar Diego Simeone hafa líka oft komist langt á slíku sem hefur augljóslega pirrað Þjóðverjann.

Özil þekkir það á eigin skinni enda spilaði hann með Real Madrid frá 2010 til 2013. Á þessum árum spilaði Real margra harða leiki á móti nágrönnum sínum í Atletico.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×