Innlent

Þrívíddarlíkan sýnir hraunlengjuna

Jón Þór Stefánsson skrifar
Líkanið byggir á myndum teknum úr flugvél.
Líkanið byggir á myndum teknum úr flugvél. Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands

Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands hafa birt þrívíddarlíkan af gosstöðvunum sem urðu til í dag við Sundhnúksgíga.

Það er svokallað myndmælingateymi sem vann líkanið, sem byggir á myndefni sem var tekið úr flugvél og myndmælt í forritinu Agisoft Metashape.

Það voru Birgir V. Óskarsson og Sydney Gunarson sem tóku myndefnið og Guðmundur Valsson og Birgir V. Óskarsson sem gerðu sjálft þrívíddarlíkanið.

Líkanið, sem var unnið í samstarfi við Almannavarnir og Háskóla Ísland, sýnir gosstöðvarnar eins og þær voru klukkan 13:00 í dag, fimmtudag.

Samskonar líkön hafa verið gerð vegna fyrri gosa á Reykjanesskaga.


Tengdar fréttir

Fyrsta þrí­víddar­líkanið af gossvæðinu

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Líkanið er unnið út frá ljósmyndum sem teknar voru úr lofti í gær, þann 13. júlí, þremur dögum eftir að eldgosið hófst.

Birta þrí­víddar­líkan af eld­gosinu

Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×