Innlent

Fyrsta þrí­víddar­líkanið af gossvæðinu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Líkanið sýnir gossvæðið eins og það var þann 13. júlí árið 2023.
Líkanið sýnir gossvæðið eins og það var þann 13. júlí árið 2023. Náttúrufræðistofnun Íslands

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Líkanið er unnið út frá ljósmyndum sem teknar voru úr lofti í gær, þann 13. júlí, þremur dögum eftir að eldgosið hófst.

Fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar að jarðfræðikortlagning með myndmælingatækni hafi nýst vel á kortlagningu á gossvæðinu í síðustu eldgosum á Reykjanesskaganum, árið 2021 og 2022. Nú nýtist sú tækni aftur.

„Með þrívíddarlíkönunum má fylgjast með framvindu gossins, áætla rúmmál og þykkt hrauna, hraunrennsli og margt fleira,“ segir í færslu um líkanið á vef Náttúrufræðistofnunar. Fleiri líkön muni bætast í safnið eftir því sem eldgosinu vindur fram. 

Þá séu líkön sem þessi fyrst og fremst ætluð til fróðleiks og skemmtunar. Hægt sé að hafa samband við stofnunina til að fá nákvæmari gögn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×