Héldu fyrir munninn þegar eigin þjóðsöngur var spilaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Chancel Mangulu Mbemba, leikmaður Kongó, sést hér halda fyrir munninn og setja tvo putta upp að gagnauganu þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Getty/Ulrik Pedersen Leikmenn landsliðs Kongó vöktu allir sem einn athygli á hryllilegu ástandi í heimalandinu þegar þeir spiluðu einn stærsta fótboltaleikinn í sögu þjóðarinnar i gærkvöldi. Kongó var að spila undanúrslitaleik í Afríkukeppninni á móti Fílabeinsströndinni. Leikurinn tapaðist á endanum 1-0 og því spila Kongómenn um þriðja sætið. Fyrir leikinn töluðu leikmennirnir um ástandið í landi þeirra og að þeir stæðu með fórnarlömbum ofbeldis heima fyrir. Þær vildu líka vekja alþjóða athygli á stöðu mála sem þeir svo gerðu. The DR Congo players & manager gesture during the national anthem ahead of their AFCON semifinal match against Ivory Coast.Currently there is major conflict in the eastern region of the DR Congo. pic.twitter.com/sS2S6CZQpO— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 7, 2024 Leikmennirnir héldu fyrir munninn þegar þjóðsöngurinn þeirra var spilaður og auk þess sem þeir settu tvo fingur við gagnaugað. Þetta á að tákna það að verið sé að drepa fólk í Kongó en að enginn tali um það. Kongó hafði áður slegið út Egyptaland og Gíneu í sextán liða og átta liða úrslitunum. Þetta er Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða Austur-Kongó en það er mikill óstöðugleiki og pólitísk átök í landinu eftir ágreining um niðurstöður kosninga í fyrra. Stjórnvöld eru líka að glíma við skæruliðasamtök í austurhluta landsins. Austur-Kongó er í Mið-Afríku og er þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Lýðveldinu Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Íbúar Kongó eru yfir 90 milljónir talsins. Landið er fimmtánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Bardagar í landinu hafa hrakið margar milljónir á flótta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Afríkukeppnin í fótbolta Austur-Kongó Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira
Kongó var að spila undanúrslitaleik í Afríkukeppninni á móti Fílabeinsströndinni. Leikurinn tapaðist á endanum 1-0 og því spila Kongómenn um þriðja sætið. Fyrir leikinn töluðu leikmennirnir um ástandið í landi þeirra og að þeir stæðu með fórnarlömbum ofbeldis heima fyrir. Þær vildu líka vekja alþjóða athygli á stöðu mála sem þeir svo gerðu. The DR Congo players & manager gesture during the national anthem ahead of their AFCON semifinal match against Ivory Coast.Currently there is major conflict in the eastern region of the DR Congo. pic.twitter.com/sS2S6CZQpO— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 7, 2024 Leikmennirnir héldu fyrir munninn þegar þjóðsöngurinn þeirra var spilaður og auk þess sem þeir settu tvo fingur við gagnaugað. Þetta á að tákna það að verið sé að drepa fólk í Kongó en að enginn tali um það. Kongó hafði áður slegið út Egyptaland og Gíneu í sextán liða og átta liða úrslitunum. Þetta er Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða Austur-Kongó en það er mikill óstöðugleiki og pólitísk átök í landinu eftir ágreining um niðurstöður kosninga í fyrra. Stjórnvöld eru líka að glíma við skæruliðasamtök í austurhluta landsins. Austur-Kongó er í Mið-Afríku og er þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Lýðveldinu Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Íbúar Kongó eru yfir 90 milljónir talsins. Landið er fimmtánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Bardagar í landinu hafa hrakið margar milljónir á flótta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Afríkukeppnin í fótbolta Austur-Kongó Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira